Dúndur-bekkur Stjörnunnar hefur skorað helming marka liðsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 15:15 Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk af bekknum gegn Fylki. vísir/ernir Stjarnan er á toppnum í Pepsi-deild karla eftir þrjár umferðir en liðið er með fullt hús eða níu stig eftir þrjá leiki. Stjörnumenn unnu nýliða Þróttar, 6-0, í þriðju umferðinni í gærkvöldi þar sem Guðjón Baldvinsson var tveimur sekúndum frá því að skora fljótasta markið í sögu efstu deildar.Sjá einnig:Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið Varamannabekkur Stjörnumanna hefur verið á milli tannanna á fótboltaáhugamönnum og það réttilega. Á bekk liðsins eru margir leikmenn sem myndu ganga inn í önnur lið deildarinnar. Svo sannarlega lúxusvandamál fyrir Rúnar Pál að velja í liðið. Þessi dúndurbekkur er að skila sínu því varamenn Stjörnunnar eru búnir að skora fimm af tíu mörkum liðsins í fyrstu þremur umferðunum og tryggja liðinu sex af níu stigum þess. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 gegn Fylki í fyrstu umferðinni og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Halldór Orri Björnsson skoraði svo sigurmarkið, 2-1, gegn Víkingi í annarri umferð deildarinnar. Stjörnumenn voru búnir að afgreiða Þrótt þegar Jeppe Hansen kom inn á sem varamaður í gærkvöldi en danski framherjinn gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk nánast á sömu mínútunni í 6-0 sigrinum. Það voru mörk númer fjögur og fimm hjá varamönnum Stjörnunnar við upphaf Íslandsmótsins. Stjarnan er aðeins búin að fá á sig eitt mark og er með markatöluna 10-1 eftir þrjár umferðir. Liðið er það eina með fullt hús og mætir KR í stórleik fjórðu umferðar á þriðjudaginn. Aðeins einu sinni áður hefur Stjarnan verið með fullt hús í Pepsi-deildinni en það var sumarið 2009 þegar liðið var nýliði í deildinni. Liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð í Pepsi-deildinni; síðustu fjóra í fyrra og fyrstu þrjá í ár. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið Guðjón Baldvinsson skoraði í kvöld næst fljótasta mark í sögu efstu deildar á Íslandi. 12. maí 2016 23:08 Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38 Guðjón Baldvins um markið eftir níu sekúndur: „Ég var varla byrjaður sjálfur“ Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar skoraði eftir aðeins níu sekúndna leik í kvöld. 12. maí 2016 22:36 Fylkir aldrei byrjað verr í efstu deild Aldrei áður hefur Árbæjarliðið tapað fyrstu þremur leikjum sínum í efstu deild. 13. maí 2016 13:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þróttur 6-0 | Stjarnan fékk sigur á silfurfati Stjarnan tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar með afar auðveldum sigri á nýliðum Þróttar í kvöld. 12. maí 2016 21:45 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Stjarnan er á toppnum í Pepsi-deild karla eftir þrjár umferðir en liðið er með fullt hús eða níu stig eftir þrjá leiki. Stjörnumenn unnu nýliða Þróttar, 6-0, í þriðju umferðinni í gærkvöldi þar sem Guðjón Baldvinsson var tveimur sekúndum frá því að skora fljótasta markið í sögu efstu deildar.Sjá einnig:Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið Varamannabekkur Stjörnumanna hefur verið á milli tannanna á fótboltaáhugamönnum og það réttilega. Á bekk liðsins eru margir leikmenn sem myndu ganga inn í önnur lið deildarinnar. Svo sannarlega lúxusvandamál fyrir Rúnar Pál að velja í liðið. Þessi dúndurbekkur er að skila sínu því varamenn Stjörnunnar eru búnir að skora fimm af tíu mörkum liðsins í fyrstu þremur umferðunum og tryggja liðinu sex af níu stigum þess. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður í stöðunni 0-0 gegn Fylki í fyrstu umferðinni og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Halldór Orri Björnsson skoraði svo sigurmarkið, 2-1, gegn Víkingi í annarri umferð deildarinnar. Stjörnumenn voru búnir að afgreiða Þrótt þegar Jeppe Hansen kom inn á sem varamaður í gærkvöldi en danski framherjinn gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk nánast á sömu mínútunni í 6-0 sigrinum. Það voru mörk númer fjögur og fimm hjá varamönnum Stjörnunnar við upphaf Íslandsmótsins. Stjarnan er aðeins búin að fá á sig eitt mark og er með markatöluna 10-1 eftir þrjár umferðir. Liðið er það eina með fullt hús og mætir KR í stórleik fjórðu umferðar á þriðjudaginn. Aðeins einu sinni áður hefur Stjarnan verið með fullt hús í Pepsi-deildinni en það var sumarið 2009 þegar liðið var nýliði í deildinni. Liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð í Pepsi-deildinni; síðustu fjóra í fyrra og fyrstu þrjá í ár.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið Guðjón Baldvinsson skoraði í kvöld næst fljótasta mark í sögu efstu deildar á Íslandi. 12. maí 2016 23:08 Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38 Guðjón Baldvins um markið eftir níu sekúndur: „Ég var varla byrjaður sjálfur“ Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar skoraði eftir aðeins níu sekúndna leik í kvöld. 12. maí 2016 22:36 Fylkir aldrei byrjað verr í efstu deild Aldrei áður hefur Árbæjarliðið tapað fyrstu þremur leikjum sínum í efstu deild. 13. maí 2016 13:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þróttur 6-0 | Stjarnan fékk sigur á silfurfati Stjarnan tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar með afar auðveldum sigri á nýliðum Þróttar í kvöld. 12. maí 2016 21:45 Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið Guðjón Baldvinsson skoraði í kvöld næst fljótasta mark í sögu efstu deildar á Íslandi. 12. maí 2016 23:08
Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar Framherji Stjörnunnar slapp í gegn og skoraði eftir aðeins átta sekúndur. 12. maí 2016 19:38
Guðjón Baldvins um markið eftir níu sekúndur: „Ég var varla byrjaður sjálfur“ Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar skoraði eftir aðeins níu sekúndna leik í kvöld. 12. maí 2016 22:36
Fylkir aldrei byrjað verr í efstu deild Aldrei áður hefur Árbæjarliðið tapað fyrstu þremur leikjum sínum í efstu deild. 13. maí 2016 13:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þróttur 6-0 | Stjarnan fékk sigur á silfurfati Stjarnan tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar með afar auðveldum sigri á nýliðum Þróttar í kvöld. 12. maí 2016 21:45