"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2016 19:00 Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04