"Herra Trump er heimskur" Birta Björnsdóttir skrifar 12. maí 2016 19:30 Þó mótframbjóðandi Trumps, Marco Rubio hafi helst út lestinni fyrir nokkru, reyndist hann sannspár um að ummæli þeirra sem vilja gegna embætti forseta Bandaríkjanna geta haft afleiðingar út fyrir landsteinana. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í fyrra sagði Donald Trump þetta að verði hann forseti vilji hann banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Nú þegar allt stefnir í að Trump verði forsetaefni Repúblikana eru þessi ummæli hans gjarnan rifjuð upp. Trump hefur reyndar aðeins dregið í land með þessar og fleiri umdeildar yfirlýsingar sínar undanfarið. Hluti af þeim áformum var fundur með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrr í dag. Trump sagði í viðtali á dögunum bannið eingöngu hafa verið tillögu og að það yrði alltaf tímabundið. Þá segist hann jafnframt ætla að gera undantekningu í tilfelli Sadiq Kahn, nýkjörins borgarstjóra í London, sem er einmitt múslimi.Sadiq Khan, borgarstjóri í London.Kahn þótti ekki mikið til þess koma að vera undanskilinn þessum áformum Trump. „Skilaboð mín til Donald Trump eru þau að ummæli sem þessi eru besta leiðin til að tapa kosningum. Ekki gera mig að undantekningunni. Þetta snýst ekki bara um mig. Það er vel mögulegt að vera múslimi í vestrænu ríki, það sönnuðu Lundúnabúar á dögunum," sagði Sadiq Khan. Trump virðist heldur ekki vera í miklu uppáhaldi hjá kollega Kahn, Anne Hidalgo, borgarstjóra í París. „Herra Trump er heimskur, hann er mjög heimskur," sagði Anne Hidalgo aðspurð um ummæli Donald Trump um múslima. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Þó mótframbjóðandi Trumps, Marco Rubio hafi helst út lestinni fyrir nokkru, reyndist hann sannspár um að ummæli þeirra sem vilja gegna embætti forseta Bandaríkjanna geta haft afleiðingar út fyrir landsteinana. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í fyrra sagði Donald Trump þetta að verði hann forseti vilji hann banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Nú þegar allt stefnir í að Trump verði forsetaefni Repúblikana eru þessi ummæli hans gjarnan rifjuð upp. Trump hefur reyndar aðeins dregið í land með þessar og fleiri umdeildar yfirlýsingar sínar undanfarið. Hluti af þeim áformum var fundur með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrr í dag. Trump sagði í viðtali á dögunum bannið eingöngu hafa verið tillögu og að það yrði alltaf tímabundið. Þá segist hann jafnframt ætla að gera undantekningu í tilfelli Sadiq Kahn, nýkjörins borgarstjóra í London, sem er einmitt múslimi.Sadiq Khan, borgarstjóri í London.Kahn þótti ekki mikið til þess koma að vera undanskilinn þessum áformum Trump. „Skilaboð mín til Donald Trump eru þau að ummæli sem þessi eru besta leiðin til að tapa kosningum. Ekki gera mig að undantekningunni. Þetta snýst ekki bara um mig. Það er vel mögulegt að vera múslimi í vestrænu ríki, það sönnuðu Lundúnabúar á dögunum," sagði Sadiq Khan. Trump virðist heldur ekki vera í miklu uppáhaldi hjá kollega Kahn, Anne Hidalgo, borgarstjóra í París. „Herra Trump er heimskur, hann er mjög heimskur," sagði Anne Hidalgo aðspurð um ummæli Donald Trump um múslima.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira