Rauði baróninn: Hjörtur Hjartarson var alltaf hundleiðinlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 17:30 Garðar Örn Hinriksson, einn besti fótboltadómari þjóðarinnar, hefur lagt flautuna á hilluna en Hörður Magnússon ræddi við hann um ferilinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Garðar var spurður um sín verstu mistök á ferlinum. „Ég dæmi vítaspyrnu á Víðismenn þegar það eru liðnar tvær mínútur af leiknum og rek einn út af. Ég var alveg pottþéttur á þessu en Víðismennirnir voru ekkert hressir,“ segir Garðar. „Valur vinnur leikinn og ég skoða þetta svo í sjónvarpinu í kvöldið og þá sá ég að hann átti aldrei að fá rautt hvað þá gult, greyið maðurinn. Ég bið þig innilegrar afsökunar nú 16 árum seinna. Þetta er það versta sem ég hef gert á vellinum.“ Garðar er kallaður Rauði baróninn en það viðurnefni hefur loðað við hann í 20 ár. „Ég fékk viðurnefnið 1996 þegar ég rak sex Gróttumenn út af í leik Gróttu og Dalvíkur. Það er kannski sá leikur sem kom öllu af stað hjá mér,“ segir hann. En hvar var erfiðast að dæma? „Það var alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja að dæma. Ég er ekki að segja að Vestmannaeyingar eru leiðinlegur en það er bara eitthvað þarna í loftinu. Þeir vilja að maður sé sanngjarn og ef maður er það ekki fær maður að heyra það. Ólafsvíkin er erfið líka. Þar er hjarta, hjarta, hjarta og ekkert helvítis bull,“ segir Garðar, en hvaða leikmaður var sá leiðinlegasti að dæma hjá? „Hjörtur Hjartar var alltaf hundleiðinlegur og hann veit það alveg. Ég kann samt vel við Hjört,“ segir Garðar Örn Hinriksson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, einn besti fótboltadómari þjóðarinnar, hefur lagt flautuna á hilluna en Hörður Magnússon ræddi við hann um ferilinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Garðar var spurður um sín verstu mistök á ferlinum. „Ég dæmi vítaspyrnu á Víðismenn þegar það eru liðnar tvær mínútur af leiknum og rek einn út af. Ég var alveg pottþéttur á þessu en Víðismennirnir voru ekkert hressir,“ segir Garðar. „Valur vinnur leikinn og ég skoða þetta svo í sjónvarpinu í kvöldið og þá sá ég að hann átti aldrei að fá rautt hvað þá gult, greyið maðurinn. Ég bið þig innilegrar afsökunar nú 16 árum seinna. Þetta er það versta sem ég hef gert á vellinum.“ Garðar er kallaður Rauði baróninn en það viðurnefni hefur loðað við hann í 20 ár. „Ég fékk viðurnefnið 1996 þegar ég rak sex Gróttumenn út af í leik Gróttu og Dalvíkur. Það er kannski sá leikur sem kom öllu af stað hjá mér,“ segir hann. En hvar var erfiðast að dæma? „Það var alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja að dæma. Ég er ekki að segja að Vestmannaeyingar eru leiðinlegur en það er bara eitthvað þarna í loftinu. Þeir vilja að maður sé sanngjarn og ef maður er það ekki fær maður að heyra það. Ólafsvíkin er erfið líka. Þar er hjarta, hjarta, hjarta og ekkert helvítis bull,“ segir Garðar, en hvaða leikmaður var sá leiðinlegasti að dæma hjá? „Hjörtur Hjartar var alltaf hundleiðinlegur og hann veit það alveg. Ég kann samt vel við Hjört,“ segir Garðar Örn Hinriksson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira