Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2016 08:28 Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Bernie Sanders sigrar forkosningar Demókrata í Vestur-Virginíu ef marka má útgönguspár. Sanders segist ætla að berjast til síðasta atkvæðis. CNN greinir frá meðal annarra. Andstæðingur Sanders í baráttunni um tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, Hillary Clinton, hefur í raun þegar hafið slaginn við forsetaframbjóðanda Repúblikana, Donald Trump en niðurstaðan minnir hana á að hún á þegar eftir að ljúka baráttunni um tilnefningu eigin flokks. „Við höfum unnið forkosningar í nítján ríkjum,“ sagði Sanders á kosningafundi í Salem Oregon í gærkvöldi.Clinton í síðustu viku á kosningafundi.Vísir/EPA„Ég ætla að vera eins skýr og mögulegt er: Við erum í þessari baráttu til þess að vinna tilnefninguna um forsetaframbjóðanda Demókrata.“ Stefnir þó allt í að Clinton hljóti útnefninguna Sanders viðurkenndi þó að róðurinn yrði þungur. Hann bætti þá jafnframt við ummælum sem gefa til kynna að hann myndi áfram spila með liðinu þó að Clinton bæri að lokum sigur úr býtum í forkosningunum. „Við erum um margt ósammála, við Clinton, en það er eitt sem við erum alveg sammála um og það er það að við verðum að sigra Donald Trump.“ Sigur í Vestur-Virginíu mun litlu breyta í stóra samhenginu en það heldur lífi í von Sanders, hans teymis og stuðningsmanna hans. Clinton er enn með forskot á fjölda fulltrúa, eða „delegates,“ en hún er með 2235 fulltrúa á meðan Sanders er með 1464. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins þarf 2383. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur stutt hvorugan frambjóðandann en sagði í gær að honum sýndist allt stefna í að Clinton yrði forsetaefni Demókrata. „Ég hugsa að Clinton verði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata og ég hef trú á því að hún verði næsti forseti Bandaríkjanna,“ sagði Biden við fréttastofu ABC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00
Trump er einn eftir Nú þegar bæði Ted Cruz og John Kasich hafa dregið sig í hlé í slag repúblikana virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Donalds Trump. Bernie Sanders ætlar hins vegar að berjast áfram gegn Hillary Clinton, þótt hún þyki eiga sigurinn ví 5. maí 2016 07:00