Curry bestur í NBA annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 13:42 Stephen Curry. Vísir/Getty Niðurstöður kjörsins yfir mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta hafa nú lekið í bandaríska fjölmiðlar sem hafa heimildir fyrir því að Stephen Curry hafi verið valinn bestur annað árið í röð. Stephen Curry var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur og aðalmaðurinn í liði Golden State Warriors sem setti nýtt met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili. Það kemur því engum á óvart að hann hafi verið valinn bestur og meiri spennan er hvort að hann fái fullt hús sem mönnum þykir allt eins líklegt. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en NBA tilkynnir formlega um niðurstöður kjörsins en að því standa fjölmiðlamenn sem vinna við að fjalla um NBA. Stephen Curry endaði tímabilið með 30,1 stig í leik og rústaði sínu eigin met yfir flestar þriggja stiga körfur frá árinu á undan. Curry skoraði alls 402 þrista en hann varð í vetur sá fyrsti til að skorað 300 þriggja stiga körfur á einu NBA-tímabili. Curry skoraði ekki bara því hann var einnig með 6,7 stoðsendingar og 5,4 fráköst að meðaltali í leik og var efstur í deildinni í stolnum boltum með 2,1 að meðaltali í leik. Hann spilaði líka undir 35 mínútur í leik og hitti frábærlega úr öllum skotum (50 prósent) og vítum (90,8 prósent). Stephen Curry var kosinn bestur í fyrra en þá skoraði hann þó 6,3 stigum minna en í ár og hitti einnig verr utan af velli, tók færri fráköst og stal færri boltum. Hann sá sem hefur bætt sig mest á næsta ári eftir að hafa verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Niðurstöður kjörsins yfir mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar í körfubolta hafa nú lekið í bandaríska fjölmiðlar sem hafa heimildir fyrir því að Stephen Curry hafi verið valinn bestur annað árið í röð. Stephen Curry var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur og aðalmaðurinn í liði Golden State Warriors sem setti nýtt met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili. Það kemur því engum á óvart að hann hafi verið valinn bestur og meiri spennan er hvort að hann fái fullt hús sem mönnum þykir allt eins líklegt. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en NBA tilkynnir formlega um niðurstöður kjörsins en að því standa fjölmiðlamenn sem vinna við að fjalla um NBA. Stephen Curry endaði tímabilið með 30,1 stig í leik og rústaði sínu eigin met yfir flestar þriggja stiga körfur frá árinu á undan. Curry skoraði alls 402 þrista en hann varð í vetur sá fyrsti til að skorað 300 þriggja stiga körfur á einu NBA-tímabili. Curry skoraði ekki bara því hann var einnig með 6,7 stoðsendingar og 5,4 fráköst að meðaltali í leik og var efstur í deildinni í stolnum boltum með 2,1 að meðaltali í leik. Hann spilaði líka undir 35 mínútur í leik og hitti frábærlega úr öllum skotum (50 prósent) og vítum (90,8 prósent). Stephen Curry var kosinn bestur í fyrra en þá skoraði hann þó 6,3 stigum minna en í ár og hitti einnig verr utan af velli, tók færri fráköst og stal færri boltum. Hann sá sem hefur bætt sig mest á næsta ári eftir að hafa verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira