NBA: LeBron sá fyrsti í fimmtíu ár sem fer í lokaúrslitin sex ár í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 03:25 LeBron James fagnar þvi að vera kominn í lokaúrslitin sjötta árið í röð. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira