NBA: LeBron sá fyrsti í fimmtíu ár sem fer í lokaúrslitin sex ár í röð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 03:25 LeBron James fagnar þvi að vera kominn í lokaúrslitin sjötta árið í röð. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir öruggan 26 stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 113-87. Cleveland mætir þar annaðhvort liði Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder í úrslitaeinvíginu en það gætu verið tveir leikir eftir í því einvígi. Þetta er annað árið í röð sem Cleveland Cavaliers fer alla leið í úrslitin en ennfremur sjötta árið í röð sem LeBron James spilar um NBA-titilinn. Hann fór í úrslitin fjögur ár þar á undan með liði Miami Heat. LeBron James er með þessu afreki fyrsti maðurinn í hálfa öld sem nær að komast í úrslitaeinvígið í NBA sex tímabil í röð. LeBron James átti frábæran leik í nótt en hann endaði með 33 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann var þó ekki sá eini sem var að finna sig hjá Cavs-liðinu en þeir stóru þrír voru allir í stuði. Kyrie Irving var með 30 stig og 9 stoðsendingar og Kevin Love bætti við 20 stigum og 12 fráköstum. J.R. Smith skoraði siðan fimm þrista og 15 stig. Lykilatriðið var að þeir voru allir fjórir að hitta mjög vel fyrri utan þriggja stiga línuna en alls skoraði Cleveland 17 þrista og það aðeins úr 31 tilraun sem gerir 55 prósent þriggja stiga nýtingu. Það stoppa ekki mörg lið Cavaliers-liðið á slíkum degi. LeBron James gaf tóninn með því að skora 21 stig í fyrri hálfleiknum og það var á brattann að sækja fyrir Toronto-liðið allan tímann. Cleveland Cavaliers vann tvo fyrstu leiki einvígisins örugglega en tapaði síðan tvisvar í röð á heimavelli Toronto Raptors. Það voru fyrstu töp liðsins í úrslitakeppninni. Eftir öruggan heimasigur í leik fimm í Cleveland var allt annað að sjá til Cleveland í þessari heimsókn til Kanada. Cleveland Cavaliers hefur því unnið 12 af 14 leikjum sínum í úrslitakeppninni sem er magnað sigurhlutfall. Kyle Lowry skorað 35 stig í leiknum og sá til þess að Toronto hékk inn í leiknum í seinni hálfleik en breytti því þó ekki að sigur Cleveland Cavaliers var aldrei í hættu. DeMar DeRozan skoraði 20 stig. Stuðningsmenn Toronto Raptors urðu sér og félaginu til mikils sóma með því að styðja sína menn allt til leiksloka og gott betur en það. Sjötti leikur Golden State Warriors eða Oklakoma City Thunder fer fram á heimavelli Thunder í nótt og þar geta leikmenn OKC tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira