Gylfi hugsar daglega um EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson sést hér hlaupa við hlið þeirra Arons Einars Gunnarssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar á æfingu landsliðsins í gær. Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, var kurteisin uppmáluð að vanda þegar hann fór í hvert viðtalið á fætur öðru á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli í gærmorgun. Gylfi var í meðhöndlun sjúkraþjálfara þegar annar tími gafst til að hitta strákana fyrr í vikunni og sátu því íslenskir og erlendir fjölmiðlar um Gylfa Þór eins og gammar í gær. Gylfi er einn níu leikmanna liðsins sem mættu til æfinga á mánudaginn en þessa vikuna hafa strákarnir úr stóru deildunum sem búnar eru verið að æfa. Ari Freyr Skúlason bætist reyndar í hópinn á morgun en hann lenti í fyrradag og fylgdist með æfingu strákanna.Spilaði meiddur „Standið á mér er mjög fínt og standið á hópnum mjög gott fyrir utan Aron og Kolbein. Við erum búnir að sjá nokkuð miklar framfarir á þeim. Þeir eru báðir búnir að vera með á æfingum þessa vikuna. Aron Einar er nokkrum dögum frá því að vera 100 prósent með okkur og Kolbeinn er á leiðinni,“ segir Gylfi en hann spilaði ekki síðustu tvo leiki Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið meiddur í öxl undanfarnar vikur. „Ég gat alltaf spilað. Þetta var meira í bakinu eða herðablaðinu. Ég spilaði í gegnum þetta í 3-4 vikur þar sem þetta er ekki alvarlegt. Hugmyndin hjá Swansea var sú að við sem erum að fara á EM fáum ekki mikið frí eftir mótið. Því vildi félagið gefa okkur nokkurra vikna frí fyrir keppnina sem er frábært. Ég finn það alveg að ég er mun frískari núna en í lok tímabilsins.“Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér marki með Swansea City.Vísir/GettyÞrjóskan kom Gylfa í gang Gylfi Þór átti erfitt uppdráttar eins og Swansea-liðið á fyrri hluta tímabils en eftir jól fór allt í gang. Gylfi skoraði níu mörk á seinni hluta tímabilsins en nær öll þeirra tryggðu Swansea mikilvæg stig í fallbaráttunni. Það er svo sannarlega ekki orðum aukið að segja að Gylfi sé langstærsta ástæða þess að Swansea spilar áfram í úrvalsdeildinni. En hver er ástæðan fyrir þessum frábæra seinni hluta mótsins? „Bara þrjóska, held ég. Okkur gekk ekkert of vel fyrir jól en þar vorum við í smá vandræðum. En þegar fyrsta markið dettur inn þá kemur sjálfstraustið og hlutirnir fara að ganga. Ég breytti engu þótt liðið fengi nýjan þjálfara. Fyrir utan það vorum við að gera sömu hlutina aftur og aftur og við höfðum trú á þeim. Svo loks fór þetta að ganga,“ segir Gylfi Þór. Á meðan hann var að bjarga Swansea frá falli og vera einn besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar var EM alltaf í huga hans. „Auðvitað er erfitt að loka á EM. Maður hugsar um mótið daglega og vill alls ekki meiðast. En við vorum í þannig stöðu hjá Swansea að við þurftum að einbeita okkur að deildinni þar sem við vorum ekki langt frá falli á tímabili. En við náðum að rétta úr kútnum og enda um miðja deild sem var frábært,“ segir Gylfi.Gylfi í leik á móti Manchester United.Vísir/GettyNæsta spurningÞegar menn spila jafn vel og Gylfi Þór í ensku úrvalsdeildinni og fyrir eitt af minni liðunum eins og Swansea er fastur liður hjá enskum blöðum að skrifa þá til annarra og stærri liða. Það hefur svo sannarlega átt við um Hafnfirðinginn sem hefur verið orðaður við Fiorentina, Dortmund og Englandsmeistara Leicester. Er eitthvað komið í gangi í þessum málum? „Algjörlega ekki. Ég einbeiti mér að fullu núna með landsliðinu. Mér gekk vel eftir áramót hjá Swansea og á tvö ár eftir af samningnum þar. Ég er ánægður hjá Swansea og er ekkert að hlaupa í burtu þaðan. Ég vona að næsta spurning sé um landsliðið því ég einbeiti mér núna bara að Frakklandi og því sem við ætlum að gera þar,“ segir Gylfi sem hafði takmarkaðan áhuga á að ræða framtíð sína með félagsliðinu en þeim mun meiri áhuga á að tala um Ísland. Meistaradeildin er samt eitthvað sem heillar hann að sjálfsögðu. „Það skiptir ekki máli hvort þú spyrð 19 ára gamlan strák eða 35 ára gamlan mann hvort hann vilji spila í Meistaradeildinni. Svarið er alltaf já.“Gylfi Þór Sigurðsson í leik með landsliðinu.Vísir/GettyBestir sem lið Gylfi Þór segir að strákarnir séu aðeins byrjaðir að skoða mótherjana á Evrópumótinu en íslenska liðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki. Mestu skiptir þó fyrir strákana, að sögn Gylfa, að hugsa um þeirra leik. „Við höfum aðeins skoðað mótherjana en það mikilvægasta fyrir okkur erum við sjálfir. Við þurfum að spila okkar leik eins og við höfum gert síðustu fjögur ár. Við megum alls ekki halda að við séum orðnir of góðir og fara að spila sem einstaklingar því þegar við spilum sem lið erum við mjög góðir,“ segir Gylfi. Á æfingunum tveimur í Laugardalnum þessa vikuna var nóg af erlendum fjölmiðlamönnum en áhuginn á íslenska liðinu er mikill. Svona mikilli umfjöllun eru ekki allir strákarnir í liðinu vanir en hún verður enn meiri í Frakklandi. „Fjölmiðlafulltrúinn sér um að loka á þetta fyrir okkur. Við þurfum bara að vera rólegir og einbeita okkur að æfingunum og leikjunum og reyna að loka á allt annað. Það er mikilvægt að gera ekki of mikið en auðvitað eru viðtöl sem við þurfum að fara í. Auðvitað er gott að gefa af sér út á við en aðalatriðið er að einbeita okkur að fótboltanum og reyna að spila vel,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 12 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.Vísir/Getty Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, var kurteisin uppmáluð að vanda þegar hann fór í hvert viðtalið á fætur öðru á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli í gærmorgun. Gylfi var í meðhöndlun sjúkraþjálfara þegar annar tími gafst til að hitta strákana fyrr í vikunni og sátu því íslenskir og erlendir fjölmiðlar um Gylfa Þór eins og gammar í gær. Gylfi er einn níu leikmanna liðsins sem mættu til æfinga á mánudaginn en þessa vikuna hafa strákarnir úr stóru deildunum sem búnar eru verið að æfa. Ari Freyr Skúlason bætist reyndar í hópinn á morgun en hann lenti í fyrradag og fylgdist með æfingu strákanna.Spilaði meiddur „Standið á mér er mjög fínt og standið á hópnum mjög gott fyrir utan Aron og Kolbein. Við erum búnir að sjá nokkuð miklar framfarir á þeim. Þeir eru báðir búnir að vera með á æfingum þessa vikuna. Aron Einar er nokkrum dögum frá því að vera 100 prósent með okkur og Kolbeinn er á leiðinni,“ segir Gylfi en hann spilaði ekki síðustu tvo leiki Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið meiddur í öxl undanfarnar vikur. „Ég gat alltaf spilað. Þetta var meira í bakinu eða herðablaðinu. Ég spilaði í gegnum þetta í 3-4 vikur þar sem þetta er ekki alvarlegt. Hugmyndin hjá Swansea var sú að við sem erum að fara á EM fáum ekki mikið frí eftir mótið. Því vildi félagið gefa okkur nokkurra vikna frí fyrir keppnina sem er frábært. Ég finn það alveg að ég er mun frískari núna en í lok tímabilsins.“Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér marki með Swansea City.Vísir/GettyÞrjóskan kom Gylfa í gang Gylfi Þór átti erfitt uppdráttar eins og Swansea-liðið á fyrri hluta tímabils en eftir jól fór allt í gang. Gylfi skoraði níu mörk á seinni hluta tímabilsins en nær öll þeirra tryggðu Swansea mikilvæg stig í fallbaráttunni. Það er svo sannarlega ekki orðum aukið að segja að Gylfi sé langstærsta ástæða þess að Swansea spilar áfram í úrvalsdeildinni. En hver er ástæðan fyrir þessum frábæra seinni hluta mótsins? „Bara þrjóska, held ég. Okkur gekk ekkert of vel fyrir jól en þar vorum við í smá vandræðum. En þegar fyrsta markið dettur inn þá kemur sjálfstraustið og hlutirnir fara að ganga. Ég breytti engu þótt liðið fengi nýjan þjálfara. Fyrir utan það vorum við að gera sömu hlutina aftur og aftur og við höfðum trú á þeim. Svo loks fór þetta að ganga,“ segir Gylfi Þór. Á meðan hann var að bjarga Swansea frá falli og vera einn besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar var EM alltaf í huga hans. „Auðvitað er erfitt að loka á EM. Maður hugsar um mótið daglega og vill alls ekki meiðast. En við vorum í þannig stöðu hjá Swansea að við þurftum að einbeita okkur að deildinni þar sem við vorum ekki langt frá falli á tímabili. En við náðum að rétta úr kútnum og enda um miðja deild sem var frábært,“ segir Gylfi.Gylfi í leik á móti Manchester United.Vísir/GettyNæsta spurningÞegar menn spila jafn vel og Gylfi Þór í ensku úrvalsdeildinni og fyrir eitt af minni liðunum eins og Swansea er fastur liður hjá enskum blöðum að skrifa þá til annarra og stærri liða. Það hefur svo sannarlega átt við um Hafnfirðinginn sem hefur verið orðaður við Fiorentina, Dortmund og Englandsmeistara Leicester. Er eitthvað komið í gangi í þessum málum? „Algjörlega ekki. Ég einbeiti mér að fullu núna með landsliðinu. Mér gekk vel eftir áramót hjá Swansea og á tvö ár eftir af samningnum þar. Ég er ánægður hjá Swansea og er ekkert að hlaupa í burtu þaðan. Ég vona að næsta spurning sé um landsliðið því ég einbeiti mér núna bara að Frakklandi og því sem við ætlum að gera þar,“ segir Gylfi sem hafði takmarkaðan áhuga á að ræða framtíð sína með félagsliðinu en þeim mun meiri áhuga á að tala um Ísland. Meistaradeildin er samt eitthvað sem heillar hann að sjálfsögðu. „Það skiptir ekki máli hvort þú spyrð 19 ára gamlan strák eða 35 ára gamlan mann hvort hann vilji spila í Meistaradeildinni. Svarið er alltaf já.“Gylfi Þór Sigurðsson í leik með landsliðinu.Vísir/GettyBestir sem lið Gylfi Þór segir að strákarnir séu aðeins byrjaðir að skoða mótherjana á Evrópumótinu en íslenska liðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki. Mestu skiptir þó fyrir strákana, að sögn Gylfa, að hugsa um þeirra leik. „Við höfum aðeins skoðað mótherjana en það mikilvægasta fyrir okkur erum við sjálfir. Við þurfum að spila okkar leik eins og við höfum gert síðustu fjögur ár. Við megum alls ekki halda að við séum orðnir of góðir og fara að spila sem einstaklingar því þegar við spilum sem lið erum við mjög góðir,“ segir Gylfi. Á æfingunum tveimur í Laugardalnum þessa vikuna var nóg af erlendum fjölmiðlamönnum en áhuginn á íslenska liðinu er mikill. Svona mikilli umfjöllun eru ekki allir strákarnir í liðinu vanir en hún verður enn meiri í Frakklandi. „Fjölmiðlafulltrúinn sér um að loka á þetta fyrir okkur. Við þurfum bara að vera rólegir og einbeita okkur að æfingunum og leikjunum og reyna að loka á allt annað. Það er mikilvægt að gera ekki of mikið en auðvitað eru viðtöl sem við þurfum að fara í. Auðvitað er gott að gefa af sér út á við en aðalatriðið er að einbeita okkur að fótboltanum og reyna að spila vel,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað 12 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.Vísir/Getty
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Sjá meira