Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 22:59 Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira