Hótar að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum fái Rússar að vera með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 12:00 Sayers gæti fengið bronsverðlaun frá ÓL 2008 átta árum síðar. vísir/getty Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Enski spjótkastarinn Goldie Sayers segist hafa íhugað að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fái Rússar að taka þátt á leikunum. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu. „Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að ég myndi ekki vilja keppa í Ríó ef Rússar verða með,“ sagði Sayers sem glímdi við meiðsli á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum. „En ef þeim er heimiluð þátttaka og ég myndi ekki taka þátt væri ég að svíkja sjálfa mig um annað tækifæri á Ólympíuleikum,“ bætti hin 33 ára gamla Sayers við.Maria Abakumova er einn þeirra 14 rússnesku íþróttamanna sem hafa verið nafngreindir í tengslum við lyfjamisferli á ÓL í Peking 2008.vísir/gettyHún endaði í 4. sæti í spjótkastkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en svo gæti farið að hún fengi bronsverðlaunin átta árum seinna. Hin rússneska Maria Abakumova, sem vann til silfurverðlauna, var ein af þeim 14 íþróttamönnum frá Rússlandi sem notuðu ólögleg lyf í Peking. Þetta kom í ljós eftir að sýni frá Ólympíuleikunum 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni. Rússneska sjónvarpsstöðin Match birti nöfn þessara 14 óhreinu Rússa en alþjóðaólympíunefndin ætlar að bíða með að opinbera þau þangað til próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks hefur verið framkvæmt. Ef Abakumova verður svipt silfurverðlaunum falla þau í skaut hinnar þýsku Christinu Obergföll sem endaði í 3. sæti. Sayers myndi svo færast upp í hennar sæti og fá bronsverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn