Emil: Veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 07:00 Emil Hallfreðsson er brattur þrátt fyrir erfitt gengi á Ítalíu undanfarna tólf mánuði. Vísir/Getty „Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
„Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn