Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 18:30 Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Taka þarf miklu harðar á eigendum hótela sem brjóta á starfsfólki og styrkja þarf úrræði sem Vinnueftirlitið hefur til að taka á vinnumansali. Meðal annars mætti skoða hvort eftirlitið fái heimild til að loka gististöðum vegna ítrekaðra brota. Þetta segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendrar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Þá innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu eftir ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu og Ríkisskattstjóri hefur haft eiganda hótelsins til skoðunar. Hvað þarf að gerast til þess að það verði gripið til aðgerða gegn hótelinu sjálfu og eiganda þess?„Ja, þú spyrð stórt. Mér finnst persónulega að það mætti taka miklu harðar á slíkum hlutum og það er einu sinni þannig að ef brot er á einu sviði að þá er mjög algengt að það sé á öðrum sviðum,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Ef öryggi er í ólagi, þá er líklegra að skattamál séu í ólagi eða vel hugsanlegt, og eins ef skattamál eða launagreiðslur eru ekki í samræmi við samninga er mjög líklegt að aðrir hlutir séu líka í ólagi. Þetta hangir saman.“Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins.Vísir/StefánGististaðir líkt og Hótel Adam eru með starfsleyfi frá sýslumanni. Þá hefur Vinnueftirlitið í samstarfi við lögregluna, Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra eftirlit með þessum gististöðum. Greiði rekstraraðili Hótels Adam ekki sína skatta og gjöld hefur Ríkisskattstjóri heimild til að loka staðnum. Eyjólfur bendir hins vegar á að komi upp mál varðandi vinnumansal þá sé enga slíka heimild að finna í lögum. „En ég held að það mætti styrkja ákvæði í okkar lögum, þar er mansal ekki sérstaklega nefnt og okkur ekki með lögum falið sérstaklega að líta eftir því í okkar hefðbundna eftirliti,“ segir Eyjólfur. „Við erum samt þannig á varðbergi að ef það kviknar grunur að þá að sjálfsögðu látum við vita.“ Það gætu verið úrræði sem gerðu Vinnueftirlitinu kleift að rannsaka vinnumansalsmál upp á eigin spýtur. Þannig gæti eftirlitið gripið til þvingunarúrræða eða knúið fram upplýsingar sem síðan yrði grunnurinn að því að málið færi til lögreglu. „Þetta mál er heldur betur áminning um að það er nauðsynlegt að skoða þessa hluti,“ segir Eyjólfur. „Til skamms tíma héldu menn að svona ljótir hlutir væru ekki að gerast á Íslandi. Menn eru að vakna upp við þetta núna, það eru komin upp tvö vinnumansalsmál á tiltölulega skömmum tíma og það hlýtur að vera tekið til skoðunar hvernig menn vilja reyna eftir megni að uppræta slíkt.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45 Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48 Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Hótelstjórinn á Hótel Adam vildi ekki svara spurningum blaðamanns "Það er ekkert af mér að frétta,“ sagði Ragnar Guðmundsson hótelstjóri þegar blaðamaður leit við á Skólavörðustígnum í dag. 24. febrúar 2016 11:45
Tapparnir geymdir á klósettinu og bjórinn seldur í leyfisleysi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við gistiheimilið Adam Hótel á Skólavörðustíg. 21. mars 2016 15:48
Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á Hótel Adam. 21. maí 2016 18:00