Ísland – boðberi friðar Hildur Þórðardóttir skrifar 22. maí 2016 11:00 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun