Mikil uppbygging í kortunum hjá Reykjavíkurborg Sæunn Gísladóttir skrifar 20. maí 2016 11:29 Borgarstjóri segir gífurlega uppbyggingu framundan í atvinnuhúsnæði, lögð verður áhersla á atvinnuhúsnæði undir þekkingarstarfsemi og dreifingu hótela. Vísir/Vilhelm Miklar framkvæmdir eru framundan í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík. Fjörutíu og fjórum milljörðum verður varið í núverandi áform um hóteluppbyggingu, en einnig er lögð mikil áhersla á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undir þekkingarstarfsemi. Á síðustu tólf mánuðum er borgin búin að selja átta lóðir undir atvinnustarfsemi, sem er mun meira en í mörg ár þar á undan. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík og góða borgarþróun í morgun. „Ferðaþjónustan hefur leitt vöxtinn í atvinnuhúsnæði undanfari missera, en aðrar greinar eru farnar að taka við sér,“ sagði Dagur. „Við gefum hvergi eftir í kröfum um gæði, langtímahugsun, sjálfbærni, og grænni hugsun um borgarþróun,“ sagði Dagur. „Það er alltaf eitthvað mikið nýtt á meðan borgin er í vexti og blóma eins og núna er.“ Mikill vöxtur í ferðaþjónustu kallar eftir atvinnuhúsnæði undir gistingu en einnig rými undir bílaleigur, matvælafyrirtæki og samgöngufyrirtæki. Á fundinum benti Dagur á að þrátt fyrir mikla umræðu um byggingu hótela sé byggingariðnaðurinn að stofni til að byggja íbúðir sem hann segir mjög jákvætt. „Öll þessi hótelverkefni sem fóru í gang er einn tíundi af því sem fór í gang í íbúðahúsnæði,“ sagði Dagur. Hótel og veitingahús voru 5,8 prósent af öllum framkvæmdum 2015 en fóru hæstu upp í rúmlega 12 prósent árin 2013 og 2014. Blönduð byggð í MiðbæGríðarlegar framkvæmdir eru áætlaðar í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á næstu misserum í miðborginni. Þar verður til að mynd byggt upp 300 fermetra atvinnuhúsnæði á Nýlendureitnum, og 1.665 fermetra atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í Vesturbugt. Þar verða einnig 170 til 176 íbúðir og hyggst borgin kaupa 74 þeirra og kjallara sem Bílastæðasjóður myndi eignast. Alþingi skoðar það að byggja skrifstofuhúsnæði við Vonarstræti og uppbygging á stjórnarráðsreit er í ríkisfjármálaáætlun.Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði.vísir/valli Landsbankareiturinn verður ekki holaÞrjú stórverkefni eru í gangi í Austurhöfn, hafnartorg, Marriott Edition hótel og íbúðir Kolufells. Landsbankinn á stóra lóð á svæðinu, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort höfuðstöðvar bankans verði þar. „Við viljum ekki hafa holu þarna, við ætlum að taka upp þráðinn við Landsbankann um hvað verði gert,“ sagði Dagur.Fókus á þekkingarstarfsemi„Uppbygging atvinnuhúsnæðis snýr ekki síður að þekkingarstarfsemi,“ sagði Dagur. Hann benti á þá uppbyggingu sem áformuð eru í Vatnsmýrinni. Þar væri verið að byggja í kringum vel launuð störf í þekkingariðnaði. „Við leggjum áherslu á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis fyrir þekkingarstarfsemi, en ekki bara ferðaþjónustutengda starfsemi,“ sagði Dagur. Í þekkingaþorpi í Vatnsmýri verður húsnæði í kinrgum Háskóla Íslands, Landspítalann, Samgöngumiðstöð, Hlíðarenda og höfuðstöðvar Icelandair. Nýbygging CCP verður 11 þúsund fermetrar, en CCP mun einungis nota 4000 þeirra, og hýsa fjölda annarra fyrirtækja á sviði tækni og hugbúnaðarþróunar.Íhuga að takmarka hótel við Laugaveg„Það er verið að bæta við litlum hótelum á Laugavegi, þetta er mjög vandasöm uppbygging. Sum verkefni fela í sér endurbyggingu á gömlu húsnæði,“ sagði Dagur. „Við áskilum okkur alveg rétt á að setja takmarkanir á Laugaveg, eins og í Kvosinni. Þannig finnst okkur að ábyrg borgaryforvöld eigi að haga sér gagnvart uppbyggingu,“ sagði Dagur. Hekla mun líklega víkjaBílasalan Hekla er nú í viðræðum við Reykjavikurborg um að flytja starfsstöð sína í Suður-Mjódd. Þess í stað myndu koma hundrað íbúðir þangað. „Þetta er eitt af fyrstu spennandi verkefnum á svæðinu. Við sjáum fyrir okkur að fara í skipulagskeppni í þróun á þessum reit,“ sagði Dagur. Hugmyndir um uppbyggingu á Kirkjusandi.Mynd/Reykjavik.isKirkjusandur verður risa verslunar og þjónustu svæði„Eitt mest spennandi uppbyggingarsvæðið er Kirkjusandssvæðið. Við höfum rætt endurskipulagningu á reitnum við Íslandsbanka. Þar mun vera 40 þúsund fermetrar af verslun og þjónustu. Borgin mun svo ráðstafa lóðum fyrir 160 íbúðir á reitnum. Framkvæmdir eru áformaðar árið 2016,“ sagði Dagur.Ártúnshöfði lykilsvæðiDagur vék að svæðum utan miðborgar. Hann gerði grein fyrir miklum áætlunum um á Ártúnshöfða sem hann sagði næsta lykilsvæði. „Höfðarnir og vorgarnir eru eitt af þremur lykilsvæðum í aðalskipulagi. Við sjáum fyrir okkur allt að 3.200 nýjar íbúðir þar á næsta áratug,“ segaði Dagur. Þar verða 7.500 íbúar, 1.500 störf og 2. Grunnskólar. Hugmynd um sameiginlegt þróunarfélag er í skoðun.44 milljarðar í hótelSamkvæmt áætlunum verður 44 milljörðum króna varið í uppbyggingu hótela til ársins 2020 miðað við tíu prósent vöxt. „Vöxturinn hefur verið meiri, en við þurfum að hafa varann á og passa okkur á að lenda ekki í einhverju bóluástandi,“ sagði Dagur.Vilja dreifa hótelum„Nú þegar eru í uppbyggingu 2.224 hótelherbergi í fyrirhuguðum verkefnum. Við viljum ekki hafa þau öll í kvosinni eða á sama tíma. Við viljum að hún dreifist þannig að hún nýtist íbúðahverfum. Mörg íbúðahverfi eru að kalla eftir kaffihúsi og veitingastöðum, og hótel geta nýst þar í hverfunum. Líka til að ferðamanngistingin ýti ekki út leigumarkaðnum og íbúum hér miðsvæðis,“ sagði Dagur. Hann benti á að Grensásvegur væri dæmi um svæði þar sem má við hótelfjárfestingu og meira lífi. „Þarna er hægt að tefla inn áhugaverðum lausnum til að tefla nýju og gömlu saman, þarna fáum við líka nýjar íbúðir,“ sagði Dagur. Enn er framboð af atvinnulóðum til sölu í Reykjavík, má þar nefna Hlíðarenda, Lambhagaveg, Gylfaflöt og Krókháls 7a. „Við erum að þróa fleiri athafnasvæði til að mæta aukinni eftirspurn líka,“ sagði Dagur. Næstu svæði eru meðal annars Alliance-húsið, þar sem mun verða lóð undir hótel, Suður-Mjódd, og Köllunarklettur.Esjumelar stærsta athafnasvæðið„Það má segja að lang stærsta athafnasvæði sem við erum með í þróun sé Esjumelar. Í dag verður fyrsta skóflustungan tekin fyrir íslenska gámafélagið þar,“ sagði Dagur. Um áttatíu lóðir í mörgum stærðum eru á svæðinu, stóru lóðirnar eru skipulagðar með gagnaver í huga. Alþingi Tengdar fréttir Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Miklar framkvæmdir eru framundan í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík. Fjörutíu og fjórum milljörðum verður varið í núverandi áform um hóteluppbyggingu, en einnig er lögð mikil áhersla á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undir þekkingarstarfsemi. Á síðustu tólf mánuðum er borgin búin að selja átta lóðir undir atvinnustarfsemi, sem er mun meira en í mörg ár þar á undan. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík og góða borgarþróun í morgun. „Ferðaþjónustan hefur leitt vöxtinn í atvinnuhúsnæði undanfari missera, en aðrar greinar eru farnar að taka við sér,“ sagði Dagur. „Við gefum hvergi eftir í kröfum um gæði, langtímahugsun, sjálfbærni, og grænni hugsun um borgarþróun,“ sagði Dagur. „Það er alltaf eitthvað mikið nýtt á meðan borgin er í vexti og blóma eins og núna er.“ Mikill vöxtur í ferðaþjónustu kallar eftir atvinnuhúsnæði undir gistingu en einnig rými undir bílaleigur, matvælafyrirtæki og samgöngufyrirtæki. Á fundinum benti Dagur á að þrátt fyrir mikla umræðu um byggingu hótela sé byggingariðnaðurinn að stofni til að byggja íbúðir sem hann segir mjög jákvætt. „Öll þessi hótelverkefni sem fóru í gang er einn tíundi af því sem fór í gang í íbúðahúsnæði,“ sagði Dagur. Hótel og veitingahús voru 5,8 prósent af öllum framkvæmdum 2015 en fóru hæstu upp í rúmlega 12 prósent árin 2013 og 2014. Blönduð byggð í MiðbæGríðarlegar framkvæmdir eru áætlaðar í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á næstu misserum í miðborginni. Þar verður til að mynd byggt upp 300 fermetra atvinnuhúsnæði á Nýlendureitnum, og 1.665 fermetra atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í Vesturbugt. Þar verða einnig 170 til 176 íbúðir og hyggst borgin kaupa 74 þeirra og kjallara sem Bílastæðasjóður myndi eignast. Alþingi skoðar það að byggja skrifstofuhúsnæði við Vonarstræti og uppbygging á stjórnarráðsreit er í ríkisfjármálaáætlun.Svona mun Austurhöfn Reykjavíkurhafnar líta út þegar framkvæmdum verður lokið við hótel, íbúðir og verslunarhúsnæði.vísir/valli Landsbankareiturinn verður ekki holaÞrjú stórverkefni eru í gangi í Austurhöfn, hafnartorg, Marriott Edition hótel og íbúðir Kolufells. Landsbankinn á stóra lóð á svæðinu, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort höfuðstöðvar bankans verði þar. „Við viljum ekki hafa holu þarna, við ætlum að taka upp þráðinn við Landsbankann um hvað verði gert,“ sagði Dagur.Fókus á þekkingarstarfsemi„Uppbygging atvinnuhúsnæðis snýr ekki síður að þekkingarstarfsemi,“ sagði Dagur. Hann benti á þá uppbyggingu sem áformuð eru í Vatnsmýrinni. Þar væri verið að byggja í kringum vel launuð störf í þekkingariðnaði. „Við leggjum áherslu á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis fyrir þekkingarstarfsemi, en ekki bara ferðaþjónustutengda starfsemi,“ sagði Dagur. Í þekkingaþorpi í Vatnsmýri verður húsnæði í kinrgum Háskóla Íslands, Landspítalann, Samgöngumiðstöð, Hlíðarenda og höfuðstöðvar Icelandair. Nýbygging CCP verður 11 þúsund fermetrar, en CCP mun einungis nota 4000 þeirra, og hýsa fjölda annarra fyrirtækja á sviði tækni og hugbúnaðarþróunar.Íhuga að takmarka hótel við Laugaveg„Það er verið að bæta við litlum hótelum á Laugavegi, þetta er mjög vandasöm uppbygging. Sum verkefni fela í sér endurbyggingu á gömlu húsnæði,“ sagði Dagur. „Við áskilum okkur alveg rétt á að setja takmarkanir á Laugaveg, eins og í Kvosinni. Þannig finnst okkur að ábyrg borgaryforvöld eigi að haga sér gagnvart uppbyggingu,“ sagði Dagur. Hekla mun líklega víkjaBílasalan Hekla er nú í viðræðum við Reykjavikurborg um að flytja starfsstöð sína í Suður-Mjódd. Þess í stað myndu koma hundrað íbúðir þangað. „Þetta er eitt af fyrstu spennandi verkefnum á svæðinu. Við sjáum fyrir okkur að fara í skipulagskeppni í þróun á þessum reit,“ sagði Dagur. Hugmyndir um uppbyggingu á Kirkjusandi.Mynd/Reykjavik.isKirkjusandur verður risa verslunar og þjónustu svæði„Eitt mest spennandi uppbyggingarsvæðið er Kirkjusandssvæðið. Við höfum rætt endurskipulagningu á reitnum við Íslandsbanka. Þar mun vera 40 þúsund fermetrar af verslun og þjónustu. Borgin mun svo ráðstafa lóðum fyrir 160 íbúðir á reitnum. Framkvæmdir eru áformaðar árið 2016,“ sagði Dagur.Ártúnshöfði lykilsvæðiDagur vék að svæðum utan miðborgar. Hann gerði grein fyrir miklum áætlunum um á Ártúnshöfða sem hann sagði næsta lykilsvæði. „Höfðarnir og vorgarnir eru eitt af þremur lykilsvæðum í aðalskipulagi. Við sjáum fyrir okkur allt að 3.200 nýjar íbúðir þar á næsta áratug,“ segaði Dagur. Þar verða 7.500 íbúar, 1.500 störf og 2. Grunnskólar. Hugmynd um sameiginlegt þróunarfélag er í skoðun.44 milljarðar í hótelSamkvæmt áætlunum verður 44 milljörðum króna varið í uppbyggingu hótela til ársins 2020 miðað við tíu prósent vöxt. „Vöxturinn hefur verið meiri, en við þurfum að hafa varann á og passa okkur á að lenda ekki í einhverju bóluástandi,“ sagði Dagur.Vilja dreifa hótelum„Nú þegar eru í uppbyggingu 2.224 hótelherbergi í fyrirhuguðum verkefnum. Við viljum ekki hafa þau öll í kvosinni eða á sama tíma. Við viljum að hún dreifist þannig að hún nýtist íbúðahverfum. Mörg íbúðahverfi eru að kalla eftir kaffihúsi og veitingastöðum, og hótel geta nýst þar í hverfunum. Líka til að ferðamanngistingin ýti ekki út leigumarkaðnum og íbúum hér miðsvæðis,“ sagði Dagur. Hann benti á að Grensásvegur væri dæmi um svæði þar sem má við hótelfjárfestingu og meira lífi. „Þarna er hægt að tefla inn áhugaverðum lausnum til að tefla nýju og gömlu saman, þarna fáum við líka nýjar íbúðir,“ sagði Dagur. Enn er framboð af atvinnulóðum til sölu í Reykjavík, má þar nefna Hlíðarenda, Lambhagaveg, Gylfaflöt og Krókháls 7a. „Við erum að þróa fleiri athafnasvæði til að mæta aukinni eftirspurn líka,“ sagði Dagur. Næstu svæði eru meðal annars Alliance-húsið, þar sem mun verða lóð undir hótel, Suður-Mjódd, og Köllunarklettur.Esjumelar stærsta athafnasvæðið„Það má segja að lang stærsta athafnasvæði sem við erum með í þróun sé Esjumelar. Í dag verður fyrsta skóflustungan tekin fyrir íslenska gámafélagið þar,“ sagði Dagur. Um áttatíu lóðir í mörgum stærðum eru á svæðinu, stóru lóðirnar eru skipulagðar með gagnaver í huga.
Alþingi Tengdar fréttir Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fasteignafélögin hafa vaxið um hundrað milljarða á þremur árum Þrjú stærstu fasteingafélög landsins ráða sjötíu prósentum af markaði með útliegt atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 9. mars 2016 07:30