Fyrirheit um fríar máltíðir Ívar Halldórsson skrifar 30. maí 2016 12:58 Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun