Obama lýsir yfir stuðningi við Clinton og þakkar Sanders - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 20:14 Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45