Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 18:45 Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bernie Sanders hét því eftir fund sinn með forsetanum Barack Obama að vinna með Hillary Clinton til þess að sigra Donald Trump í kosningunum í nóvember. Sanders bauð sig fram í að verða forsetaefni Demókrata á móti Hillary Clinton en hún hefur nú tryggt sér nægan fjölda fulltrúa til þess að verða réttkjörinn forsetaframbjóðandi fyrir Demókrata. Þrátt fyrir þetta ætlar Sanders ekki að hætta baráttunni ennþá. Næst verða kosningar í Washington DC og stefnir Sanders alla leið í þeim. Sanders og Obama, sem kemur einnig úr röðum Demókrata, funduðu í klukkustund og eftir fundinn veitti Sanders viðtal. Þar sagðist hann ætla að vinna af öllum mætti með Demókrötum til þess að sigra Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana. Hann sagði að það yrði hörmulegt ef Trump yrði forseti. „Ég hlakka til að hitta Clinton bráðlega og skoða hvernig við getum unnið saman að því að sigra Donald Trump og skapa ríkisstjórn sem mun standa fyrir okkur öll en ekki bara efsta prósentið,“ sagði Sanders. Sanders þakkaði bæði Obama og varaforsetanum Joe Biden fyrir að sýna hlutleysi í forkosningunum. „Þeir sögðu í upphafi að þeir myndu ekki leggja þumal sinn á vogarskálarnar og þeir stóðu við þau orð sín. Ég kann mikið að meta það,“ sagði Sanders. Hann sagðist jafnframt búast við því að það yrði mjótt á munum í kosningum meðal Demókrata í Washington DC. Hann sagði fyrir þremur dögum þegar ljóst var orðið að Clinton væri kominn með tilskilinn fjölda fulltrúa að hann hyggðist ekki hætta fyrr en í fulla hnefana.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00 Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00 Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið. 9. júní 2016 06:00
Clinton tryggir sér sigurinn Í gær munaði mest um forkosningar flokksins í Kaliforníu, þar sem Clinton var spáð frekar naumum sigri. 8. júní 2016 06:00
Bernie Sanders berst áfram fyrir útnefningu Forkosningaslagnum í Bandaríkjunum er næstum lokið. Síðasti stóri kosningadagurinn er í dag. Sanders á varla neinn raunhæfan möguleika á sigri, en lætur það ekki á sig fá. Clinton er farin að beina spjótum sínum meira að Trump. 7. júní 2016 06:00