Cristiano Ronaldo vildi sér búningsklefa á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 11:30 Cristiano Ronaldo gengur hér til leiks í Laugardalnum. Vísir/Anton Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira