Lést aðeins nokkrum tímum eftir þjálfaraviðtal hjá New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 10:30 Sean Rooks að störfum. Vísir/AFP Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016 NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016
NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira