Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hannes Þór Halldórsson fagnar í landsleik á móti Grikkjum. Vísir/AFP Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum. Hannes náði sér sem betur fer, fékk nýtt tækifæri hjá norska úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt og spilaði sinn fyrsta landsleik í átta mánuði þegar Ísland vann 4-0 sigur á Liechtenstein. „Þetta var tvísýnna en fólk heldur og hefði getað farið á báða vegu," sagði Hannes Þór Halldórsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. Hann hélt hreinu á móti Liechtenstein eins og svo oft áður með landsliðinu. „Það var mikilvægt að fá þennan leik. Það var frábær tilfinning að standa aftur fyrir aftan liðið, syngja þjóðsönginn og auðvitað að halda hreinu, þó að andstæðingurinn hafi ekki verið sá sterkasti. Þetta var góð vítamínssprauta fyrir mig og fyrir liðið áður en mótið hefst í Frakklandi," sagði Hannes. „Reynslan hverfur ekkert og ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Ég er búinn að spila fullt af leikjum núna síðustu tvo og hálfan mánuð, svo leikformið er líka í góðu lagi," sagði Hannes í fyrrnefndu viðtali. „Núna er þetta að skella á og allt orðið raunverulegra, þannig að það er bara mikil spenna og tilhlökkun hjá manni. Við erum öllu vanir og sjóaðir, þó að við höfum ekki farið á stórmót áður. Við erum reynt lið og flestir að spila á háu stigi, allir búnir að spila stóra landsleiki þar sem að mikið hefur verið undir og við að skrifa nýjar blaðsíður í fótboltasöguna. Það hefur verið mikil pressa í liðinu í þeim leikjum og við kunnum að höndla hana," sagði Hannes. Hann viðurkennir að hlakka mikið til fyrsta stórmótsins. "Maður hugar um þetta Evrópumót á hverjum degi, það er bara mismundandi um hvað maður hugsar," sagði Hannes en hver er draumurinn á EM í Frakklandi. „Auðvitað hugsar maður um allskonar draumaaðstæður, en það er líka hættulegt að hleypa sér of langt í einhverju svoleiðis. Það er ótrúlegt margt sem þarf að ganga upp til að villtustu draumar manns geti ræst. Við ætlum að gefa allt í þetta, njóta þess að vera þarna, og ég held að við verðum flottir í Frakklandi," sagði Hannes sem er klár í vítaspyrnukeppni komist íslenska liðið í útsláttarkeppnina. „Maður hefur alveg pælt í þessu öllu saman og það er kannski draumur hvers markvarðar að vinna leik með því að verja síðasta vítið í vítaspyrnukeppni. Ég upplifði það í fyrsta skiptið á ferlinum fyrir skömmu, þegar við í Bodö/Glimt fórum áfram í átta liða úrslit norska bikarsins. Það var virkileg ljúf tilfinning sem gaman væri að upplifa aftur," sagði Hannes í viðtalinu við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira