Stelpurnar okkar – allar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júní 2016 08:00 Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar