Stelpurnar okkar – allar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 9. júní 2016 08:00 Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Stelpurnar okkar í landsliðinu rúlluðu yfir hið makedónska í undankeppni Evrópumeistaramótsins í fyrradag. Með sigrinum svo gott sem tryggðu þær sér sæti á mótinu sem fer fram næsta sumar. Fari svo að þær komist á mótið verður það í þriðja sinn í röð sem stelpurnar keppa í lokakeppni EM. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var að vonum sáttur við frammistöðu liðsins, sem hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði með átta mörkum gegn engu. Stelpurnar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 29-0, sem er magnaður árangur. En landsliðsþjálfarinn var ekki síður ánægður með stuðningsmenn liðsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með mætinguna,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið en á fimmta þúsund mættu á leikinn. Mikið hefur verið rætt um fjölmiðlaumfjöllun og mismunun kynjanna. Þar vita líklegast allir miðlar sem yfirhöfuð fjalla um íþróttir upp á sig sökina. Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona skrifaði í maí afar sterkan pistil á Facebook þar sem hún vakti athygli á áhugaleysi á íslenskri kvennaknattspyrnu. Nefndi hún litla umfjöllun í fjölmiðlum sem og lélega mætingu áhorfenda á deildarleiki. Hallbera sagðist í gegnum árin hafa þurft að sætta sig við að hennar íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður hennar og frændur spiluðu, þrátt fyrir að hún hafði lagt jafn mikið á sig og þeir og hugsanlega meira. „Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.“ Ýmsar skýringar má finna á þessari ömurlegu staðreynd; að íþróttir kvenna virðast ekki skipta jafn miklu máli og karla. Minni fjölmiðlaumfjöllun, mýtan um meint getuleysi kvenna, minni peningar innan íþróttaliðanna og -hreyfinganna og fleira. En stelpurnar okkar, fótboltastelpurnar, handboltastelpurnar, fimleikastelpurnar, sundstelpurnar og allar hinar sýna það svart á hvítu að við búum yfir heimsklassa íþróttamönnum af báðum kynjum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er til að mynda í tuttugasta sæti á lista FIFA yfir bestu lið í heimi. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um að kvennaíþróttir eru nákvæmlega jafn góð skemmtun og karla. Á leikinn á þriðjudaginn mættu fleiri en mæta alla jafna á deildarleikina hjá körlunum. Tvö- til fjórfalt fleiri. Efsta deild kvenna fær í sumar ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst, leikur í hverri umferð er sýndur auk þess sem sérstakur markauppgjörsþáttur er á dagskrá Stöðvar 2 sport þar sem sýnt er úr öllum leikjum, ásamt meiri vef-, blaða- og útvarpsumfjöllun. Um er að ræða mikið framfaraskref, en dugir þó ekki til. Áhugamenn um íþróttir þurfa að átta sig á að sleppi þeir kvennaíþróttunum missa þeir af helmingi veislunnar. Eins og að mæta í brúðkaup en fara áður en kossinn á sér stað.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun