Magic: Mitt Lakers-lið hefði unnið Golden State liðið í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 12:30 Vísir/Samsett mynd/Getty og EPA Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Lið Golden State Warriors er þegar búið að setja NBA-met yfir flesta sigra í deildarkeppni á einu tímabili og vantar nú aðeins tvo sigra í viðbót til að tryggja sér NBA-titilinn annað árið í röð. NBA-goðsögnin Magic Johnson vill samt ekki gefa þeim það að þeir myndu ráða við Los Angeles Lakers liðið hans frá níunda áratugnum. Lakers-liðið frá níunda áratugnum var hið svokallaða Showtime-lið sem vann hug á hjörtu áhorfenda með hröðum og skemmtilegum leik þar sem Magic sjálfur lék við hvern sinn fingur. Ástæða þess að Magic Johnson var spurður út í útkomu úr ímynduðum leik á milli þessara liða var sú yfirlýsing Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors, eftir leik tvö í úrslitaeinvíginu að Warriors-liðið myndi vinna slíkan leik. Klay Thompson er vel tengdur inn í Lakers-liðið frá níunda áratugnum því faðir hans, Mychal Thompson, lék við hlið Magic Johnson í liði Los Angeles Lakers. Mychal Thompson kom til Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson 1987. „Ég hef aldrei séð tvo menn sem getað skotið boltanum eins og Steph [Curry] og Klay. Ég skal gefa þeim það," sagði Magic Johnson í viðtali í sjónvarpsþættinum First Take á ESPN. ESPN sagði frá. „Málið er að þeir hafa bara aldrei lent á móti liði eins og við vorum með. Hver þeirra sem hefði farið upp á móti mér hefðu þurft að hafa mikið fyrir hlutunum og alveg sömu sögu er að segja af þeim James Worthy og Kareem [Abdul-Jabbar]," sagði Magic Johnson. „Pabbi Kyle, Mychal Thompson, er einn af klárustu körfuboltamönnunum sem ég hef spilað mér. Staðreyndin er bara að það myndi henta Warriors-liðinu illa að mæta okkur," sagði Johnson. „Það hefðu ekki getað stoppað Kareem og þeir hefðu ekki getað stoppað James. Þeir hefðu líka ráðið illa við það að við gátum bæði stillt upp og keyrt á lið í hraðaupphlaupum," sagði Magic. „Það sem þeir Curry og Thompson hafa gert fyrir NBA-deildina er frábært. Þeir verða frábærir fyrir þessa deild í langan tíma til viðbótar. Ég er samt ekki tilbúinn að gefa þeim neitt. Mitt Showtime Lakers-lið myndi vinna þá. Mér er alveg saman um hvað aðrir segja,“ sagði Magic. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira