Clinton lýsir yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 07:29 Vísir/Getty Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira