Muhammad Ali látinn – Boxhanska til Alþingis Birgir Guðjónsson skrifar 8. júní 2016 07:00 Þingmenn þjóðar sem dáir fornmenn eftir því hversu marga þeir drápu á mismunandi hátt setti lög árið 1956 um bann við hnefaleikum vegna þess að þeim fannst það „óviðfelldinn leikur“. Það var jafnvel bannað að eiga hnefaleikahanska (eins og eiturlyf!). Varla hafa lög verið sett áður af slíku tilefni. Það var þó ekki sett bann við fréttum af því að 18 ára blökkumaður frá Bandaríkjunum af nafni Cassius Clay vann Ólympíugull í léttþungavigt Róm 1960. Við heimkomu var hann kallaður ólympíski niggarinn og fékk ekki inngöngu í betri veitingahús. Það var heldur ekki bannað að heyra fréttir af því þegar hann óvænt vann heimsmeistaratitil árið 1964 gegn Sonny Liston margreyndum, eldri og þyngri kappa. Þegar fjölskyldan fór til Bandaríkjanna snemma árs 1966 til sérnáms míns var ýmislegt nýtt fyrir okkur, svo sem sjónvarp og Víetnamstríð í algleymingi. Aðalsamskipti ungs læknis við borgara nýja landsins voru við miðaldra velstæða lækna í kaffi- og matartímum. Fréttir af stríðinu voru áberandi og tölur frá Westmoreland hershöfðingja um hversu margir Vietcong-liðar hefðu fallið á síðasta sólarhring þ.e „body count“. Ég minnist ekki athugasemda kolleganna við stríðinu en ungir Bandaríkjamenn voru farnir að ókyrrast og mótmæli farin af stað. Allir ungir menn voru skyldaðir til herþjónustu ef þeir stóðust læknisskoðun. Örsjaldan var hægt að fá undanþágu vegna samviskumótmæla (conscience objector) sem var vegna sérstakra trúarskoðana. Neitun leiddi til 5 ára fangelsisvistar. Fjöldi ungra manna flutti til Kanada og voru taldir föðurlandssvikarar. Þeir áttu ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri náðun Bandaríkjaforseta mörgum árum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1973.Stóð fastur á sínu Cassius Clay var orðinn þekktur sem afburðasnjall hnefaleikamaður. Hann hafði breytt nafni sínu sem hann taldi þrælanafn í Muhammad Ali og gerst múhameðstrúar og gengið í ákveðinn söfnuð. Hann var kvaddur í herinn en samviskuforsendum hans var hafnað. Hann neitaði samt og kvaðst ekkert eiga sökótt við Vietcong og fyrr mætti setja sig fyrir aftökusveit en hann færi að drepa aðra. Hann var dæmdur til fangelsisvistar en fullnustu frestað vegna áfrýjunar. Hann var almennt fordæmdur af yfirvöldum og stórblöðum og talinn úrhrak og úrþvætti, sviptur heimsmeistaratitli og atvinnuleyfi og tapaði milljónum dollara í áætluðum tekjum en stóð fast á sínu. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti endanlega samviskuforsendur hans árið 1971 og hann fékk aftur titil sinn og keppnisleyfi og hóf aftur keppni eftir tæplega fjögurra ára hlé og vann glæsta sigra. Hann varð ekki síður þekktur fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti blökkumanna sem og allra sem töldust undirokaðir og mannúðarmál almennt. Hann varð einhver dáðasti íþróttamaður síðustu aldar, ferðaðist víða um heiminn með friðarboðskap og æðstu fyrirmenn kepptust um að fá hitta hann. Muhammad Ali var þó mjög mótsagnakennd persóna, gat verið groddalegur í yfirlýsingum en oftast mjög snjall í orðræðum og heillaði alla sem kynntust honum. Honum var fyrst boðið í Hvíta húsið árið 1974 til Gerald R. Ford forseta og varaði hann við að nú mundi hann sækjast eftir vinnu hans! Það snart alla þegar hann farinn heilsu kveikti á Ólympíueldinum í Atlanta 1996. George W. Bush forseti veitti honum æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna Medal of Freedom árið 2005. Barack Obama þáði boxhanska frá honum sem hann varðveitir í skrifstofu sinni „Oval office“. Muhammad Ali hefði hins vegar ekki getað komið til Íslands og sýnt boxhanska sína vegna laga um „óviðfelldan leik“ sem alheimur dáði. Ég mun minnast Muhammad Ali fyrir einstakt hugrekki og staðfestu í aðstæðum sem flestum er erfitt að skilja löngu síðar. Ég mun þó líka minnast „boxhanska“ laga forsjárhyggjumanna við Austurvöll. Því miður má enn finna samlíkingar með þeim. Væri ekki rétt að gefa Alþingi boxhanska til íhugunar?Höfundur dvaldi í Bandaríkjunum frá 1966-1973. Hann var læknir íslenska liðsins á Ólympíuleikunum 1996.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þingmenn þjóðar sem dáir fornmenn eftir því hversu marga þeir drápu á mismunandi hátt setti lög árið 1956 um bann við hnefaleikum vegna þess að þeim fannst það „óviðfelldinn leikur“. Það var jafnvel bannað að eiga hnefaleikahanska (eins og eiturlyf!). Varla hafa lög verið sett áður af slíku tilefni. Það var þó ekki sett bann við fréttum af því að 18 ára blökkumaður frá Bandaríkjunum af nafni Cassius Clay vann Ólympíugull í léttþungavigt Róm 1960. Við heimkomu var hann kallaður ólympíski niggarinn og fékk ekki inngöngu í betri veitingahús. Það var heldur ekki bannað að heyra fréttir af því þegar hann óvænt vann heimsmeistaratitil árið 1964 gegn Sonny Liston margreyndum, eldri og þyngri kappa. Þegar fjölskyldan fór til Bandaríkjanna snemma árs 1966 til sérnáms míns var ýmislegt nýtt fyrir okkur, svo sem sjónvarp og Víetnamstríð í algleymingi. Aðalsamskipti ungs læknis við borgara nýja landsins voru við miðaldra velstæða lækna í kaffi- og matartímum. Fréttir af stríðinu voru áberandi og tölur frá Westmoreland hershöfðingja um hversu margir Vietcong-liðar hefðu fallið á síðasta sólarhring þ.e „body count“. Ég minnist ekki athugasemda kolleganna við stríðinu en ungir Bandaríkjamenn voru farnir að ókyrrast og mótmæli farin af stað. Allir ungir menn voru skyldaðir til herþjónustu ef þeir stóðust læknisskoðun. Örsjaldan var hægt að fá undanþágu vegna samviskumótmæla (conscience objector) sem var vegna sérstakra trúarskoðana. Neitun leiddi til 5 ára fangelsisvistar. Fjöldi ungra manna flutti til Kanada og voru taldir föðurlandssvikarar. Þeir áttu ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna fyrr en með sérstakri náðun Bandaríkjaforseta mörgum árum eftir að Víetnamstríðinu lauk 1973.Stóð fastur á sínu Cassius Clay var orðinn þekktur sem afburðasnjall hnefaleikamaður. Hann hafði breytt nafni sínu sem hann taldi þrælanafn í Muhammad Ali og gerst múhameðstrúar og gengið í ákveðinn söfnuð. Hann var kvaddur í herinn en samviskuforsendum hans var hafnað. Hann neitaði samt og kvaðst ekkert eiga sökótt við Vietcong og fyrr mætti setja sig fyrir aftökusveit en hann færi að drepa aðra. Hann var dæmdur til fangelsisvistar en fullnustu frestað vegna áfrýjunar. Hann var almennt fordæmdur af yfirvöldum og stórblöðum og talinn úrhrak og úrþvætti, sviptur heimsmeistaratitli og atvinnuleyfi og tapaði milljónum dollara í áætluðum tekjum en stóð fast á sínu. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti endanlega samviskuforsendur hans árið 1971 og hann fékk aftur titil sinn og keppnisleyfi og hóf aftur keppni eftir tæplega fjögurra ára hlé og vann glæsta sigra. Hann varð ekki síður þekktur fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti blökkumanna sem og allra sem töldust undirokaðir og mannúðarmál almennt. Hann varð einhver dáðasti íþróttamaður síðustu aldar, ferðaðist víða um heiminn með friðarboðskap og æðstu fyrirmenn kepptust um að fá hitta hann. Muhammad Ali var þó mjög mótsagnakennd persóna, gat verið groddalegur í yfirlýsingum en oftast mjög snjall í orðræðum og heillaði alla sem kynntust honum. Honum var fyrst boðið í Hvíta húsið árið 1974 til Gerald R. Ford forseta og varaði hann við að nú mundi hann sækjast eftir vinnu hans! Það snart alla þegar hann farinn heilsu kveikti á Ólympíueldinum í Atlanta 1996. George W. Bush forseti veitti honum æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna Medal of Freedom árið 2005. Barack Obama þáði boxhanska frá honum sem hann varðveitir í skrifstofu sinni „Oval office“. Muhammad Ali hefði hins vegar ekki getað komið til Íslands og sýnt boxhanska sína vegna laga um „óviðfelldan leik“ sem alheimur dáði. Ég mun minnast Muhammad Ali fyrir einstakt hugrekki og staðfestu í aðstæðum sem flestum er erfitt að skilja löngu síðar. Ég mun þó líka minnast „boxhanska“ laga forsjárhyggjumanna við Austurvöll. Því miður má enn finna samlíkingar með þeim. Væri ekki rétt að gefa Alþingi boxhanska til íhugunar?Höfundur dvaldi í Bandaríkjunum frá 1966-1973. Hann var læknir íslenska liðsins á Ólympíuleikunum 1996.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun