Guðni Th. fór fram á að vera færður til vegna kvennalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2016 08:58 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/stefán Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag. Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag.
Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27
RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18