RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 10:18 Kvennalandsliðið fór í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð sumarið 2013. Vísir/Daníel Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27