Steve Kerr braut þjálfaraspjaldið sitt í reiðikasti í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 11:00 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, talar við sína menn áður en hann braut þjálfaraspjaldið sitt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers eftir sannfærandi 104-89 sigur í nótt. Reiði þjálfarans Steve Kerr fór þó ekkert framhjá mönnum í þriðja leikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð því liðið vann þrjá síðustu leiki sína í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors vann alla leikhlutana nema þann þriðja. Cleveland var 9 stigum undir í hálfleik en var búið að minnka muninn í fjögur stig eftir aðeins fjögurra mínútna leik í þriðja leikhlutanum. Steve Kerr tók þá leikhlé og var allt annað en sáttur. Hann barði svo fast í þjálfaraspjaldið sitt að það mölbrotnaði. „Að eyðileggja eitthvað léttir vanalega eitthvað á reiðinni. Ég reyni að taka reiðina frekar út á þjálfaraspjaldinu en á leikmönnunum. Það er betra þannig," sagði Steve Kerr aðspurður um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn. En af hverju braut hann spjaldið sitt? „Við komum út eftir hálfleikinn og vorum algjörlega búnir að missa einbeitinguna. Við vorum að senda kæruleysislegar sendingar og gleyma okkur í vörninni. Við þurftum að ná aftur upp einbeitingunni og okkar leik. Bekkurinn gerði það fyrir okkur," sagði Steve Kerr. Golden State Warriors var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann síðan með níu stigum, 30-21. Steve Kerr hefur þar með stýrt liði til sigurs í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum sem þjálfari í lokaúrslitum NBA. ESPN setti saman myndband þar sem karatetilþrif Steve Kerr sjást vel en myndbandið er hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers eftir sannfærandi 104-89 sigur í nótt. Reiði þjálfarans Steve Kerr fór þó ekkert framhjá mönnum í þriðja leikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð því liðið vann þrjá síðustu leiki sína í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors vann alla leikhlutana nema þann þriðja. Cleveland var 9 stigum undir í hálfleik en var búið að minnka muninn í fjögur stig eftir aðeins fjögurra mínútna leik í þriðja leikhlutanum. Steve Kerr tók þá leikhlé og var allt annað en sáttur. Hann barði svo fast í þjálfaraspjaldið sitt að það mölbrotnaði. „Að eyðileggja eitthvað léttir vanalega eitthvað á reiðinni. Ég reyni að taka reiðina frekar út á þjálfaraspjaldinu en á leikmönnunum. Það er betra þannig," sagði Steve Kerr aðspurður um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn. En af hverju braut hann spjaldið sitt? „Við komum út eftir hálfleikinn og vorum algjörlega búnir að missa einbeitinguna. Við vorum að senda kæruleysislegar sendingar og gleyma okkur í vörninni. Við þurftum að ná aftur upp einbeitingunni og okkar leik. Bekkurinn gerði það fyrir okkur," sagði Steve Kerr. Golden State Warriors var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann síðan með níu stigum, 30-21. Steve Kerr hefur þar með stýrt liði til sigurs í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum sem þjálfari í lokaúrslitum NBA. ESPN setti saman myndband þar sem karatetilþrif Steve Kerr sjást vel en myndbandið er hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn