Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 09:30 Lars Lagerbäck var örugglega ánægður með Mark Clattenburg sem lét Pepe ekki komast upp með leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira