Alþingi, ekki ríkisstjórnir, ráði þinglokum Ögmundur Jónasson skrifar 3. júní 2016 07:00 Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun