James vill losna en hver getur borgað allar þessa milljónir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 15:30 James Rodríguez fagnar sigri í Meistaradeildinni með dóttur sinni Vísir/Getty Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjörnur Barcelona sektaðir fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Sjá meira
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stórstjörnur Barcelona sektaðir fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti