Ná ekki endum saman! Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun