Innlent

Rigning og hvassviðri austantil í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Úrkomuspá fyrir miðnætti í nótt. Eiga má von á miklu vatnsveðri á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi
Úrkomuspá fyrir miðnætti í nótt. Eiga má von á miklu vatnsveðri á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi Mynd/Veðurstofa Íslands
Lægð úr suðri mun beina austanáttum að okkur næstu daga og má eiga von á miklu vatnsveðri á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi í kvöld og fram eftir morgni. Þar verður hvassviðri og vatn mun vaxa í lækjum og ám og varasamt verður því að vera þar á ferð á húsbílum og með aftanívagna.

Hægari vindur verður í öðrum landshlutum, dálítil rigning verður vestantil í dag en annars úrkomulítið. Hiti verður á bilinu átta til átján stig, svalast í rigningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×