Hreinn úrslitaleikur um NBA-titilinn á sunnudaginn | LeBron James rosalegur í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2016 03:50 LeBron James skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira