Fjórtán tíma málþóf á þingi vegna árásarinnar í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 10:30 Chris Murphy. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44
Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55
Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45
Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40
Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent