Ekkert óvænt er í byrjunarliðinu í kvöld en Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stilla upp sínu sterkasta liði. Spurning hefur verið hvort Alfreð eða Jón Daði myndi byrja frammi með Kolbeini og nú er það ljóst að Selfyssingurinn byrjar fyrsta leik Íslands á EM.
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru saman í hjarta varnarinnar eins og í undankeppninni og bakverðir þeir Birkir Már og Ari Freyr. Miðjan er svo eins og hún var seinni hluta undankeppninnar en Aron Einar og Gylfi eru á miðjunni og Birkir Bjarnason og Jóhann Berg á köntunum.
Leikurinn er í beinni textalýsingu hér en flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Byrjunarliðið: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason.
Byrjunarliðið!!! Jón Daði byrjar en ekki Alfreð. #isl pic.twitter.com/VOupyeWOuR
— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 14, 2016