Hvað vilja Píratar upp á dekk? Ólafur Sigurðsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun