Skoðanakannanir og skoðanamyndandi kannanir Guðjón Jensson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun