„Alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 10:31 Halla Tómasdóttir vísir/hanna „Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira