Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:38 Halla Tómasdóttir athafnakona sagðist sjálf ekki taka mark á könnunum fyrr en eftir 21. maí. Vísir/AntonBrink Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira