Tvær vikur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 10. júní 2016 12:47 Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun