Síld og fiskur Lilja Alfreðsdóttir skrifar 10. júní 2016 00:00 Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun