Síld og fiskur Lilja Alfreðsdóttir skrifar 10. júní 2016 00:00 Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. ágúst kemur til framkvæmda nýr samningur milli Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér verulega aukningu á tollfrjálsum innflutningskvótum til ESB á íslenskum humri, heilfrystri síld, ferskum karfaflökum og niðursoðinni lifur. Samningurinn er afrakstur vinnu sérfræðinga utanríkisráðuneytisins, sem daglega vinna markvisst að því að tryggja viðskiptahagsmuni Íslands á erlendri grundu. Með nýja samningnum verður stór hluti viðskipta með humar í raun tollfrjáls auk þess sem niðursoðin lifur er nú í fyrsta skipti hluti af samningi af þessu tagi við ESB. Með EES-samningnum árið 1994 var íslenskum fiskútflytjendum tryggður greiðari aðgangur að evrópskum mörkuðum. Tollar af ferskum þorsk- og ýsuflökum féllu niður, sem skapaði grundvöll fyrir aukinni vinnslu á ferskum afurðum hérlendis fyrir stóran erlendan markað. Fyrir vikið er meira magn en áður unnið hér á landi fyrir Evrópumarkað og verðmætið er mun meira. Mikilvægi þessa fyrir þjóðarhag hefur verið ótvírætt á undanförnum tveimur áratugum, enda eru um 2/3 hlutar allra útfluttra sjávarafurða frá Íslandi seldir til Evrópu. Tollaákvæðum í samningum milli Íslands og ESB hefur nokkrum sinnum verið breytt. Með breytingunum hefur aðgengið að innri markaði Evrópu aukist og samkeppnisstaða Íslands verið bætt. En betur má ef duga skal. Enn eru til staðar hindranir í viðskiptum við ESB í formi tolla á ýmsar tegundir sjávarafurða. Við hljótum að stefna að því að skapa forsendur fyrir frekara tollaafnámi, enda er mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að afrakstur af sjávarauðlindinni sé sem mestur. Að sem minnst af verðmætinu fari í greiðslu tolla í viðskiptum milli landa. Talsverður vöxtur hefur verið í útflutningi á vöru og þjónustu síðastliðin ár. Aukningin hefur að mestu verið á sviði þjónustu og því er sérstaklega ánægjulegt að nú skapist tækifæri til aukins vöruútflutnings. Íslenskur útflutningur hvílir nú á fleiri stoðum en áður. Auk sjávarútvegs og stóriðju hafa ferðaþjónusta og hugverkaiðnaður skapað gjaldeyristekjur sem stuðla að sjálfbærum viðskiptajöfnuði. Það er staða sem allar þjóðir sækjast eftir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun