Bræður okkar ljónshjarta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júní 2016 06:00 Aron Einar Gunnarsson fagnaði gríðarlega í leikslok þegar ljóst var að Íslandi hafði sent enska landsliðið heim af Evrópumótinu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Þegar leikurinn í Nice var flautaður af og sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum staðreynd sameinaðist íslenska þjóðin í fögnuði. Strákarnir okkar, hetjurnar okkar, þyrptust að horni vallarins þar sem stuðningsmenn Íslands stóðu. Það voru ósjálfráð viðbrögð allra, bæði leikmanna inni á vellinum, leikmanna og starfsmanna á bekknum. Það var stund sem nær ef til vill einna besta að lýsa þýðingu stundarinnar. Íslandi tókst að leggja England að velli á stórmóti, og það í útsláttarkeppni. Fögnuðurinn var innilegur og ósvikinn, og verðskuldaður. Það þurfti engin brögð til að vinna leikinn. Ekki að hanga á núlli í 120 mínútur og vinna svo í vítaspyrnukeppni. Ekki að múra fyrir markið og vona að andstæðingurinn næði ekki að skora. Ekkert slíkt. Það sem íslenska landsliðið sýndi var frammistaða á heimsmælikvarða. Það spilaði svo vel að það átti skilið að vinna leikinn.Ísland átti strax svar Það sem gerir sigurinn ef til vill enn merkari er sú staðreynd að Ísland lenti undir strax á fjórðu mínútu, er Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Hannes Þór Halldórsson fyrir að brjóta á Raheem Sterling. En okkar menn áttu umsvifalaust svar. Eftir langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni skallaði Kári Árnason boltann á Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi. Englendingar ætluðu ekki að trúa eigin augum. Hvað þá þegar íslenska liðið, sem hefur á svo löngum köflum átt svo erfitt með að byggja upp sóknir á mótinu, náði eftir afar fallegt samspil að komast yfir. Jón Daði Böðvarsson lagði boltann fyrir Kolbein Sigþórsson, sem skoraði með góðu skoti. Þeir ensku áttu vissulegar sínar sóknir og sín færi. En okkar menn fengu betri færi til að skora, allra helst Ragnar sem átti bakfallsspyrnu við markteiginn sem Joe Hart var stálheppinn að fá í sig. Aron Einar og Birkir Már komu sér einnig í góð færi, sem segir sitt um styrkleika íslensku sóknarinnar í gær.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu.Vísir/VilhelmÞað besta frá upphafi Ragnar átti nánast fullkominn leik í íslensku vörninni. Og hann var rólegur og yfirvegaður á blaðamannafundinum eftir leik og sagði að hann hafi í raun aldrei haft áhyggjur af sóknarleik enska liðsins. „Eina færið sem ég man eftir var þegar [Harry] Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ Heimir Hallgrímsson lofaði frammistöðu Ragnars eftir leikinn. Landsliðsþjálfararnir hafa farið sparlega með lof um frammistöðu einstakra leikmanna heldur hafa þeir frekar lagt áherslu á samheldni og liðsheild. „Þetta er sennilega besta frammistaða sem miðvörður hefur sýnt í íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir og komst ekki hjá því að lofa frammistöðu Ragnars. Hápunktur frammistöðu hans og eitt mikilvægasta augnablik leiksins var þegar hann hirti boltann af Jamie Vardy, sem var sloppinn í gegn, með fullkominni tæklingu.Aron Einar stýrir stúkunni eftir leik.Vísir/VilhelmGleði heillar þjóðar Fyrir leik var fullyrt af enskum fjölmiðlamönnum að tap fyrir Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins, í það minnsta kosti síðan að England tapaði fyrir Bandaríkjunum á HM 1950. Tapið kostaði landsliðsþjálfarann, Roy Hogdson, starfið en hann tilkynnti afsögn sína strax eftir leik. Íslenska landsliðið er löngu búið að vekja heimsathygli fyrir framgöngu sína síðustu vikur og misseri. Og nú settu okkar menn heimaland knattspyrnunnar á hliðina ofan á allt annað. En öllu öðru fremur er afrek strákanna slíkt að ekki er hægt að líta fram hjá því sem einu af allra stærstu augnablikum þjóðarinnar, ekki bara í heimi íþróttanna heldur fyrir íslenskt samfélag. Íslenska þjóðin samgladdist á einu augnabliki þegar knattspyrnudómari flautaði til leiksloka áleikvanginum Nice í gær. Leikmenn hlupu til stuðningsmanna til að deila gleðinni með þeim. Því sigurinn er ekki aðeins leikmannanna, hann er okkar allra. Virði slíks augnabliks er ómetanlegt fyrir þjóð. Næst bíður Frakkland í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir á sjálfum þjóðarleikvanginum, Stade de France. Með leiknum í gær sýndu leikmenn að þeir eru með ljónshjarta og fyrir þá er ekkert fjall ókleift. Það ættu Frakkarnir að óttast helst nú. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39 Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18 „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21 Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05 „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Þegar leikurinn í Nice var flautaður af og sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum staðreynd sameinaðist íslenska þjóðin í fögnuði. Strákarnir okkar, hetjurnar okkar, þyrptust að horni vallarins þar sem stuðningsmenn Íslands stóðu. Það voru ósjálfráð viðbrögð allra, bæði leikmanna inni á vellinum, leikmanna og starfsmanna á bekknum. Það var stund sem nær ef til vill einna besta að lýsa þýðingu stundarinnar. Íslandi tókst að leggja England að velli á stórmóti, og það í útsláttarkeppni. Fögnuðurinn var innilegur og ósvikinn, og verðskuldaður. Það þurfti engin brögð til að vinna leikinn. Ekki að hanga á núlli í 120 mínútur og vinna svo í vítaspyrnukeppni. Ekki að múra fyrir markið og vona að andstæðingurinn næði ekki að skora. Ekkert slíkt. Það sem íslenska landsliðið sýndi var frammistaða á heimsmælikvarða. Það spilaði svo vel að það átti skilið að vinna leikinn.Ísland átti strax svar Það sem gerir sigurinn ef til vill enn merkari er sú staðreynd að Ísland lenti undir strax á fjórðu mínútu, er Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd á Hannes Þór Halldórsson fyrir að brjóta á Raheem Sterling. En okkar menn áttu umsvifalaust svar. Eftir langt innkast frá Aroni Einari Gunnarssyni skallaði Kári Árnason boltann á Ragnar Sigurðsson sem skoraði af stuttu færi. Englendingar ætluðu ekki að trúa eigin augum. Hvað þá þegar íslenska liðið, sem hefur á svo löngum köflum átt svo erfitt með að byggja upp sóknir á mótinu, náði eftir afar fallegt samspil að komast yfir. Jón Daði Böðvarsson lagði boltann fyrir Kolbein Sigþórsson, sem skoraði með góðu skoti. Þeir ensku áttu vissulegar sínar sóknir og sín færi. En okkar menn fengu betri færi til að skora, allra helst Ragnar sem átti bakfallsspyrnu við markteiginn sem Joe Hart var stálheppinn að fá í sig. Aron Einar og Birkir Már komu sér einnig í góð færi, sem segir sitt um styrkleika íslensku sóknarinnar í gær.Kolbeinn Sigþórsson fagnar sigurmarki sínu.Vísir/VilhelmÞað besta frá upphafi Ragnar átti nánast fullkominn leik í íslensku vörninni. Og hann var rólegur og yfirvegaður á blaðamannafundinum eftir leik og sagði að hann hafi í raun aldrei haft áhyggjur af sóknarleik enska liðsins. „Eina færið sem ég man eftir var þegar [Harry] Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ Heimir Hallgrímsson lofaði frammistöðu Ragnars eftir leikinn. Landsliðsþjálfararnir hafa farið sparlega með lof um frammistöðu einstakra leikmanna heldur hafa þeir frekar lagt áherslu á samheldni og liðsheild. „Þetta er sennilega besta frammistaða sem miðvörður hefur sýnt í íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir og komst ekki hjá því að lofa frammistöðu Ragnars. Hápunktur frammistöðu hans og eitt mikilvægasta augnablik leiksins var þegar hann hirti boltann af Jamie Vardy, sem var sloppinn í gegn, með fullkominni tæklingu.Aron Einar stýrir stúkunni eftir leik.Vísir/VilhelmGleði heillar þjóðar Fyrir leik var fullyrt af enskum fjölmiðlamönnum að tap fyrir Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins, í það minnsta kosti síðan að England tapaði fyrir Bandaríkjunum á HM 1950. Tapið kostaði landsliðsþjálfarann, Roy Hogdson, starfið en hann tilkynnti afsögn sína strax eftir leik. Íslenska landsliðið er löngu búið að vekja heimsathygli fyrir framgöngu sína síðustu vikur og misseri. Og nú settu okkar menn heimaland knattspyrnunnar á hliðina ofan á allt annað. En öllu öðru fremur er afrek strákanna slíkt að ekki er hægt að líta fram hjá því sem einu af allra stærstu augnablikum þjóðarinnar, ekki bara í heimi íþróttanna heldur fyrir íslenskt samfélag. Íslenska þjóðin samgladdist á einu augnabliki þegar knattspyrnudómari flautaði til leiksloka áleikvanginum Nice í gær. Leikmenn hlupu til stuðningsmanna til að deila gleðinni með þeim. Því sigurinn er ekki aðeins leikmannanna, hann er okkar allra. Virði slíks augnabliks er ómetanlegt fyrir þjóð. Næst bíður Frakkland í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir á sjálfum þjóðarleikvanginum, Stade de France. Með leiknum í gær sýndu leikmenn að þeir eru með ljónshjarta og fyrir þá er ekkert fjall ókleift. Það ættu Frakkarnir að óttast helst nú.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39 Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18 „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21 Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05 „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Elmar: Fáranlegasta Disney mynd hefði ekki getað skrifað þetta Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að fáranlegasta Disney-mynd hefði ekki getað skrifað þetta handrit sem íslenska landsliðið er að lenda í á EM. 27. júní 2016 22:39
Aron Einar: Að leiða þetta lið út er ólýsanlegt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að það hafi ekki munað miklu að hann hefði farið af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar Ísland sigraði England með tveimur mörkum gegn einu. 27. júní 2016 22:18
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. 27. júní 2016 22:21
Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld. 27. júní 2016 23:05
„Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“: Svona lýsti Gummi Ben lokaandartökum leiksins Guðmundur Benediktsson er stór hluti af leikjum Íslands á EM 2016 en lýsingar hans á leikjum íslenska liðsins hafa farið sem eldur um sinu um netheima. 27. júní 2016 22:38