Nú mega lömbin sparka Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var brosandi á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira
Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira