Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 12:00 Jón Daði Böðvarsson með íslenska fánann og í bak við hann er meðal annars Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar. „Þetta var æðislegur sigur og æðislegur dagur fyrir alla íslensku þjóðina í heild sinni. Þetta var erfiður leikur en við náðum að sigla þessu heim í lokin. Í lokin varð síðan allt vitlaust og þvílík hamingja," sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Jóhann Ólaf Sigurðsson. Jón Daði Böðvarsson kom íslenska liðinu í 1-0 í leiknum en hvernig man hann eftir markinu sínu „Það kom langt innkast frá Aroni og Kári gerði mjög vel og flikkaði honum á mig. Þegar ég sá að boltinn var á leiðinni til mín þá einbeitti ég mér að því að ná góðri fyrstu snertingu. Það heppnaðist og þá var afgreiðslan auðveldari," sagði Jón Daði. Jón Daði lagðist á bæn þegar langt var liðið á leikinn og hann kominn á varamannabekkinn. „Þessar tuttugu mínútur eftir að ég kom útaf voru örugglega erfiðustu mínútur lífs míns. Þetta var mjög taugastrekkjandi og erfitt að horfa upp á þetta. Austurríkismenn voru mikla meira með boltann og mjög skeinuhættir. Maður fór að biðja á bekknum og vona hið besta. Sem betur fer fór sigurinn í okkar átt," sagði Jón Daði. „Þetta er eitt af stærstu afrekum íslenskrar íþróttasögu að ég held. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsliðsins sem við erum á stórmóti og það er ótrúlegur árangur að komast upp úr riðlinum á okkar fyrsta stórmóti. Það er eitthvað sem við munum muna eftir alla ævi. Þetta verður lengi í sögubókunum," sagði Jón Daði. „Íslenska stuðningsfólkið hefur skipt okkur mjög miklu máli og þetta er algjörlega okkar tólfti maður. Það er öðruvísi þegar þú ert að spila fyrir land og þjóð að hafa þennan stuðning. Maður fær gæsahúð fyrir hvern einasta leik. Svo syngja þau lagið: „Ég er kominn heim.“ Þá fær maður ennþá meiri gæsahúð. Þau gefa manni aukinn kraft og adrenalín. Það gerir mann að betri leikmanni," sagði Jón Daði. „Þessi velgengni byggist upp mest upp á góðri liðsheild. Það er enginn einstaklingur í liðinu. Einn af bestu leikmönnunum liðsins Gylfi Þór Sigurðsson, er einn af þeim sem vinnur hvað mest fyrir liðið og er ekki með neinar lúxusafsakanir. Þannig er hugarfarið í liðinu. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan og við höfum komið svo svakalega langt á því," sagði Jón Daði. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira