Elísabet búin að kjósa: "Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2016 13:42 Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. Vísir/Anton Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00