Ég er ekki til sölu Ástþór Magnússon skrifar 24. júní 2016 18:43 Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ástþór Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar geta tekið forystu, ekki aðeins í fótbolta, einnig sem ný og fersk rödd til friðar í heiminum. Allt sem þarf er bjartsýni, áræðni og þrautseigur forseti með sterka sannfæringu og framtíðarsýn. Þú kastar atkvæði þínu á glæ með því að láta valdaklíkur og peningavald teyma þig eins og sauð til að kjósa þeirra fulltrúa á Bessastaði. Þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í kokkuðum könnunum fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddar glansmyndir sem tengjast slíku baklandi. Væri ekki skynsamlegra fyrir þína hagsmuni og þjóðarinnar að fá óháðan forseta fólksins á Bessastaði? Ég er í framboði á eigin forsendum og er ekki handbendi neinna flokka eða fylkinga og að baki mér standa engin slík öfl. Ég er ekki til sölu. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég sem virkur öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum. Ég býð mig fram til að standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun. Ég er óhræddur við að þjóðin fjalli um sín stærstu mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Rísi stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mun byggjast upp nýr atvinnuvegur sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni. Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íslensku þjóðina eins og fram hefur komið í málflutningi erlendra fræðimanna og nóbelsverðlaunahafa sem hafa tekið undir þessa hugmyndafræði um Ísland sem friðarríki. Aðeins eru tveir kostir í boði á kjörseðlinum. Ég eða hinir átta. Settu X við Ástþór fyrir forseta fólksins sem mun skila þjóðinni auknum tekjum og velsæld og sem mun standa eins og klettur með fólkinu í landinu bæði hvað varðar innanríkis- sem og utanríkismál. Hinir átta frambjóðendurnir horfa að mestu innávið og munu því litlu skila í ríkiskassann. Margir þeirra tengjast valdaklíkum og fjármálaöflum. Ég skora á þig að hugsa sjálfstætt og virkja atkvæði þitt til að styðja við bakið á þeirri hugmyndafræði að Ísland gerist friðarríki. Þannig lætur þú gott af þér leiða og stuðlar að tekjuaukningu í landinu. Láttu ekki teyma þig í þann bás að kasta atkvæðinu þínu á glæ og fá árlegan skattreikning fyrir veisluhöld forseta. Allt hefst með einni rödd, einni aðgerð, einu atkvæði. Láttu þitt atkvæði skipta máli.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun