Afsakið, en hvað kostar þetta í kvenna-krónum? Elín Hirst skrifar 24. júní 2016 07:00 Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun