Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 06:00 Kári Árnason, besti leikmaður íslenska liðsins á móti Austurríki í gær, fagnar hér sigri með því að veifa íslenska fánanum fyrir framan tíu þúsund syngjandi Íslendinga á Stade de France. Vísir/Vilhelm „Ég mun muna eftir þessari stundu þangað til ég dey,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, um fögnuðinn með 10.000 stuðningsmönnum Íslands eftir sigurinn á Austurríki, 2-1, á Stade de France í gærkvöldi. Stund í sögu þjóðar sem mun svo sannarlega aldrei gleymast. Sigurinn kom Íslandi í 16 liða úrslit EM í frumraun liðsins á stórmóti. Eftir að komast yfir með marki Jóns Daða Böðvarssonar á 18. mínútu fékk íslenska liðið á sig jöfnunarmark í seinni hálfleik þegar það, einu sinni sem oftar á mótinu, bakkaði of aftarlega og bauð hættunni heim. Eins og alltaf varðist íslenska liðið vel og Hannes var meira og minna frábær í markinu fyrir utan ein sprellitilþrif sem kostuðu næstum mark. En í gær var stundin okkar, stund strákanna, stund íslensku þjóðarinnar. Þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir sendingu frá Theodór Elmari Bjarnasyni ætlaði allt um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum. Fullorðið fólk bókstaflega grét í stúkunni og ekki hættu tárin að flæða þegar pólski dómarinn flautaði til leiksloka. Litla Ísland komið áfram og það með sigri þegar jafntefli var nóg. Strákarnir unnu fyrir þessu, sköpuðu sér sína eigin heppni og skrifuðu enn og aftur nýjan kafla í íslenska fótboltasögu.Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France.Vísir/Vilhelm Skipta um þjóðhátíðardag „Strákarnir börðust fyrir sigurmarkinu. Við vorum heppnir á köflum en sýndum frábært hugarfar út leikinn. Það voru margir þreyttir í lokin enda höfum við spilað nánast á sama liðinu í keppninni. En, eins og við höfum alltaf sagt, við erum stoltir af leikmönnunum okkar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir leikinn. Heimir og Lars gerðu enga breytingu á liðinu sem var búið að koma Íslandi í þessa stöðu. Þetta sama lið byrjaði leikinn aftur á móti mun betur en síðustu leiki og greinilegt að menn voru orðnir langþreyttir á að gera ekkert nema verjast. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að skora eitt af mörkum mótsins eftir nokkrar sekúndur. Saga íslenska liðsins er einstök og ekki að ástæðulausu að kastljós heimsins er á strákunum okkar. Sagan er stór og litlu sögurnar í stóru bókinni svo magnaðar. Fyrra markið í gær skoraði Jón Daði Böðvarsson. Selfyssingurinn sem átti ekki fyrir æfingagjöldum þegar hann var lítill og féll með Selfossi fyrir aðeins fjórum árum úr Pepsi-deildinni skoraði fyrir Ísland í stærsta leik liðsins frá upphafi á Stade de France. Einstakur strákur í einstöku liði. Fyrir utan það var Jón, ásamt Kára Árnasyni, besti maður vallarins. „Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina sé örugglega að nú sé vilji til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.Vísir/Vilhelm England, Nice „Þegar við skoruðum sigurmarkið fór ég bara í eitthvað „zone“. Ég man ekki neitt. Svo eftir leikinn fer maður og fagnar með fólkinu og sér þar í stúkunni litla frænda sinn, besta vin, mömmu og bróður. Þetta er nákvæmlega það sem maður vill,“ sagði Aron Einar við blaðamenn eftir leik en fyrirliðinn, sem er að spila meiddur og fórna sér fyrir liðið, var enn í geðshræringu þegar hann reyndi að útskýra líðan sína. Ekki nóg með að Ísland hafi komist áfram heldur eru sigurlaunin eins sæt og þau verða. Í fyrsta sinn í sögunni mætir Ísland stórliði Englands með allar sínar stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni. Í hvert sinn sem dregið er til undankeppni HM eða EM vonast íslenska þjóðin eftir að að mæta Englandi. Fyrst biðin er búin að vera svona löng var um að gera að gera þetta með stæl og mæta Englandi bara á stórmóti. „Það horfa allir Íslendingar á ensku úrvalsdeildina. Það er okkar deild og það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila við. Það verður sérstaklega gaman að mæta Englandi á stórmóti því ég hef aldrei spilað á móti Englandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00 Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
„Ég mun muna eftir þessari stundu þangað til ég dey,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, um fögnuðinn með 10.000 stuðningsmönnum Íslands eftir sigurinn á Austurríki, 2-1, á Stade de France í gærkvöldi. Stund í sögu þjóðar sem mun svo sannarlega aldrei gleymast. Sigurinn kom Íslandi í 16 liða úrslit EM í frumraun liðsins á stórmóti. Eftir að komast yfir með marki Jóns Daða Böðvarssonar á 18. mínútu fékk íslenska liðið á sig jöfnunarmark í seinni hálfleik þegar það, einu sinni sem oftar á mótinu, bakkaði of aftarlega og bauð hættunni heim. Eins og alltaf varðist íslenska liðið vel og Hannes var meira og minna frábær í markinu fyrir utan ein sprellitilþrif sem kostuðu næstum mark. En í gær var stundin okkar, stund strákanna, stund íslensku þjóðarinnar. Þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir sendingu frá Theodór Elmari Bjarnasyni ætlaði allt um koll að keyra hjá íslensku stuðningsmönnunum. Fullorðið fólk bókstaflega grét í stúkunni og ekki hættu tárin að flæða þegar pólski dómarinn flautaði til leiksloka. Litla Ísland komið áfram og það með sigri þegar jafntefli var nóg. Strákarnir unnu fyrir þessu, sköpuðu sér sína eigin heppni og skrifuðu enn og aftur nýjan kafla í íslenska fótboltasögu.Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France.Vísir/Vilhelm Skipta um þjóðhátíðardag „Strákarnir börðust fyrir sigurmarkinu. Við vorum heppnir á köflum en sýndum frábært hugarfar út leikinn. Það voru margir þreyttir í lokin enda höfum við spilað nánast á sama liðinu í keppninni. En, eins og við höfum alltaf sagt, við erum stoltir af leikmönnunum okkar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir leikinn. Heimir og Lars gerðu enga breytingu á liðinu sem var búið að koma Íslandi í þessa stöðu. Þetta sama lið byrjaði leikinn aftur á móti mun betur en síðustu leiki og greinilegt að menn voru orðnir langþreyttir á að gera ekkert nema verjast. Jóhann Berg Guðmundsson var hársbreidd frá því að skora eitt af mörkum mótsins eftir nokkrar sekúndur. Saga íslenska liðsins er einstök og ekki að ástæðulausu að kastljós heimsins er á strákunum okkar. Sagan er stór og litlu sögurnar í stóru bókinni svo magnaðar. Fyrra markið í gær skoraði Jón Daði Böðvarsson. Selfyssingurinn sem átti ekki fyrir æfingagjöldum þegar hann var lítill og féll með Selfossi fyrir aðeins fjórum árum úr Pepsi-deildinni skoraði fyrir Ísland í stærsta leik liðsins frá upphafi á Stade de France. Einstakur strákur í einstöku liði. Fyrir utan það var Jón, ásamt Kára Árnasyni, besti maður vallarins. „Ég held að þýðing þessa sigurs fyrir íslensku þjóðina sé örugglega að nú sé vilji til þess að breyta þjóðhátíðardeginum úr 17. júní í 22. júní,“ sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.Vísir/Vilhelm England, Nice „Þegar við skoruðum sigurmarkið fór ég bara í eitthvað „zone“. Ég man ekki neitt. Svo eftir leikinn fer maður og fagnar með fólkinu og sér þar í stúkunni litla frænda sinn, besta vin, mömmu og bróður. Þetta er nákvæmlega það sem maður vill,“ sagði Aron Einar við blaðamenn eftir leik en fyrirliðinn, sem er að spila meiddur og fórna sér fyrir liðið, var enn í geðshræringu þegar hann reyndi að útskýra líðan sína. Ekki nóg með að Ísland hafi komist áfram heldur eru sigurlaunin eins sæt og þau verða. Í fyrsta sinn í sögunni mætir Ísland stórliði Englands með allar sínar stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni. Í hvert sinn sem dregið er til undankeppni HM eða EM vonast íslenska þjóðin eftir að að mæta Englandi. Fyrst biðin er búin að vera svona löng var um að gera að gera þetta með stæl og mæta Englandi bara á stórmóti. „Það horfa allir Íslendingar á ensku úrvalsdeildina. Það er okkar deild og það þekkja allir þessa leikmenn sem við erum að fara að spila við. Það verður sérstaklega gaman að mæta Englandi á stórmóti því ég hef aldrei spilað á móti Englandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46 Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00 Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38 Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00 Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Gylfi Þór: Pressa á Englendingum að klára Ísland Gylfi var ánægður með sigurinn en ekki nógu ánægður með hversu illa liðinu gekk að halda boltanum í 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann segir leikmennina vera spennta fyrir að mæta Englandi. 22. júní 2016 20:46
Aron Einar: Mun muna eftir þessu kvöldi þar til ég dey Landsliðsfyrirliðinn sagðist hafa átt frábæra stund með stuðningsmönnum íslenska liðsins eftir 2-1 sigur á Austurríki í F-riðli EM í knattspyrnu í kvöld en leikmenn liðsins voru þakklátir fyrir stuðninginn. 22. júní 2016 20:00
Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París Vilhelm Gunnarsson var með myndavélina á lofti á Stade de France í kvöld. 22. júní 2016 20:38
Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Miðvörðurinn Kári Árnason var besti leikmaður íslenska liðsins að mati Vísis í fræknum 2-1 sigri á Austurríki í kvöld en hann átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. 22. júní 2016 20:00
Theodór Elmar: Gildra að vera með hausinn í lagi á bekknum Theodór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum og nýtti tækifærið vel í 2-1 sigri Íslands á Austurríki í dag en hann lagði upp sigurmark Íslands á 94. mínútu. 22. júní 2016 21:29