Hvers vegna styð ég Guðna Th. Jóhannesson Ísak Kári Kárason skrifar 22. júní 2016 10:01 Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt þann 5. maí batt það enda á óvissu af minni hálfu. Ég hafði upplifað sama forseta í 20 ár af mínum 24 árum en hafði ekki enn fundið minn fulltrúa af þeim sem höfðu stigið fram. Loks steig Guðni fram og þar var kominn einstaklingur sem ég vissi að gæti verið forseti allra Íslendinga. Ég naut þeirra forréttinda að vera nemandi Guðna í sagnfræðideild Háskóla Íslands þar sem kenndi af sinni stöku snilld. Guðni var þar maður fólksins innan Háskólans þar sem auðvelt og gott var að leita til hans, það voru allir nemendur sammála þessu. Ég er viss um að þessi kostur teygi sig út fyrir veggi Háskólans. Þó það hafi verið einkennileg tilfinning í fyrstu að sjá sinn gamla kennara bjóða sig fram til forseta þá sá ég fljótlega að þar er nákvæmlega sami maður að baki. Einstaklingur sem er til staðar fyrir alla, lítur jöfnum augum á fólkið í kringum sig og minnir mann á að það er leyfilegt að líta björtum augum til framtíðar. Það gleður mig að hafa tækifæri til þess að kjósa einstakling eins og Guðna vegna þess ég hef ekki enn, þó á minni tiltölulega stuttu ævi, fylgst með einstaklingi í framboði sem leiðir baráttu sína jafn drengilega og Guðni. Það er til fyrirmyndar og tilefni fyrir ungan mann til að dást að. Hann hefur staðið af sér alls kyns ásakanir og ákveðið að kynna hugsjónir sínar um framtíð þjóðarinnar frekar en að slást í leðjunni um fortíðina. Ég lærði það í sagnfræðinni að vitneskja um fortíðina getur verið gott verkfæri fyrir ákvarðanir í framtíðinni. Guðni þekkir forsetaembætti einna best hér á landi og því á þetta sérstaklega vel við hér. Þær misheppnuðu tilraunir til að staðsetja Guðna á hinu gamla pólitíska litrófi sýnir að hann er yfirhafinn þessa gömlu skilgreiningu og stendur ekki fyrir einn hóp frekar en annan, hann stendur ekki fyrir neina sérstaka fylkingu nema íslensku þjóðina sameinaða. Þegar maður fylgist með Guðna og Elizu Reid ræða við landsmenn sér maður hversu sterkt fólk er þar á ferðinni sem á auðvelt með að ná til viðmælenda sinna og fylla þá trausti. Þau hjón gefa okkur ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíðina því Guðni ætlar að leiða þjóðina í nýja átt sem gefur okkur Íslendingum tækifæri til að byrja í raun og veru að gera upp atburðarás síðastliðinna ára í okkar sögu. Guðni Th. yrði sá forseti sem ég gæti sagt um á mínum eldri árum „Guðni Th. já, það var minn forseti“.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun